UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun

Afleiðingar þurrka, Covid og stríðsins í Úkraínu ógnar fæðuöryggi í heiminum

UNICEF á Íslandi hefur söfnun vegna viðvarandi þurrkatíðar sem hefur ógnað fæðuöryggi margra fátækustu ríkja í heiminum. Sérstakar ástæður liggja nú að baki þessa ástands sem hefur skapast en Covid-19 og afleiðingar stríðsins í Úkraínu á efnahagskerfi heimsins hefur einnig haft gífurleg áhrif og sett milljónir manna í hættu þar sem börn eru sérstaklega í viðkvæmri stöðu.

Rýrnun (e. Severe wasting) er alvarlegasta birtingarform vannæringar og mun aukast verulega hjá milljónum barna á heimsvísu ef ekki verður brugðist fljótt við. UNICEF á heimsvísu bendir á þessa staðreynd með nýrri velferðar viðvörun sem er skýrsla sem gefin var út á dögunum, en slík viðvörun er aðeins gefin út þegar brýn nauðsyn krefur. Skýrslan ber nafnið “Severe-wasting an overlooked child survival emergency”.

UNICEF/UN0602381/Ralaivita

Hvað er rýrnun?

Rýrnun er þegar börn teljast of grönn miðað við hæð með þeim afleiðingum að ónæmiskerfi þeirra veikist verulega og er það eitt alvarlegasta birtingarform vannæringar. Á heimsvísu þjást um 13,6 milljónir barna undir fimm ára aldri af rýrnun en það er ein helsta undirliggjandi orsök dauðsfalla hjá ungum börnum. Átök og loftslagsváin hefur einnig átt sinn þátt hindra aðgang að góðu mataræði en tilfellum rýrnunar fer stigvaxandi og ljóst að neyðin er mikil.

UNICEF hefur sent frá sér neyðarkall vegna ástandsins og UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning UNICEF á Íslandi 701-26-102015 og kt. 481203-2950 og í gegnum vefsíðu samtakanna.