SÞ krefst rannsóknar á morði fréttaritara Al Jazeera, Shireen Abu Akleh

Æðstu embættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa margir krafist rannsóknar á morðinu á þekktum fréttaritara Al Jazeera, Shireen Abu Akleh.

Hin reynda palestínska/bandaríska blaðakona, 51 árs, var skotin til bana þegar hún var að greina frá aðgerðum Ísraelshers í bænum Jenin á Vesturbakkanum 11.maí síðastliðinn.

Félagi blaðamannsins Ali Samoudi, særðist einnig, samkvæmt fréttum fjölmiðla.

Audrey Azoulay, yfirmaður Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), gaf út yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi morðið á Abu Akleh.


Auglýsingaskilti í Al-Manara hringtorgnui í Ramallah sem sýnir mynd af palestínsku blaðakonunni Shireen Abu Akleh.

Brot á alþjóðalögum

Þrátt fyrir að Shireen Abu Akleh var jakka merkt “Press” varð hún fyrir skoti en samkvæmt alþjóðalögum er „dráp á vel merktum starfsmanni fjölmiðla á átakasvæði, brot á alþjóðalögum”.

Azoulay ítrekaði það hlutverk UNESCO að vekja athygli á þeirri nauðsyn að vernda blaðamenn, í ljósi aðgerðaáætlunar Sameinuðu þjóðanna um öryggi blaðamanna og refsileysi (e. UN Plan of Action), en UNESCO stendur fyrir alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis 3.maí ár hvert.

Óháð, gagnsæ rannsókn

Lynn Hastings sem er umsjónarmaður mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir hernumdu palestínsku landsvæðin, hefur bent sérstaklega á þær hættur sem blaðamenn standa frammi fyrir á átakasvæðum. Shireen Abu Akleh var myrt þegar Sameinuðu þjóðirnar voru að halda upp á alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis á Gaza og „sýnir þannig hættur sem steðja að blaðamönnum á hverjum degi,“ skrifaði Hastings á Twitter.

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, OHCHR, gáfu einnig út yfirlýsingu að þau væru slegin yfir morðinu.

„Hlutverk okkar á vettvangi er að lýsa staðreyndum ,“ tísti OHCHR. „Við hvetjum til óháðrar, gagnsærrar rannsóknar á morði hennar.

Guteress sleginn yfir fregnunum

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres var einnig sleginn yfir morðinu og ítrekaði að viðkomandi rannsóknaraðilar yrðu að framkvæma óháða og gagnsæja rannsókn, samkvæmt yfirlýsingu sem talsmaður hans gaf út.

Herra Guterres fordæmdi einnig allar árásir og morð á blaðamönnum og lagði áherslu á að þeir mættu aldrei verða skotmark ofbeldis.

„Fjölmiðlafólk eigi að geta sinnt starfi sínu frjálslega og án áreitni, hótunar eða ótta við að vera skotmark,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá ítrekaði hann að frjálsir fjölmiðlar væru skilyrði fyrir friði, réttlæti, sjálfbærri þróun og mannréttindum.

Heimild: news.un.org

https://news.un.org/en/story/2022/05/1118032