Úkraína: Samantekt Alþjóðavinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sýnir að 4,8 milljónir starfa hafa tapast frá upphafi stríðsins

Áætlað er að 4,8 milljónir starfa hafi tapast í Úkraínu frá innrás Rússa 24. febrúar, samkvæmt samantekt sem Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna (ILO) birti þann 11.maí 2022.

Áhrif stríðsins í Úkraínu á atvinnulífið

Fyrsta mat Alþjóðavinnumálastofnunarinnar áætlar að stigmagnandi stríðsátök muni hafa frekari áhrif á hagkerfið og valda því að sjö milljónir starfa muni tapast.

Hins vegar, ef stríðsrekstri yrði hætt nú þegar þá yrði hraður bati og gæti það skilað 3,4 milljónum starfa til baka og dregið úr atvinnuleysi í 8,9 prósent segir í rannsókn stofnunarinnar.

Fjárhagslegur stuðningur við flóttamenn

Af þeim meira en 5,23 milljónum þá aðallega kvenna og barna sem hafa flúið Úkraínu til nágrannalandanna eru um það bil 2,75 milljónir á vinnualdri – 43,5 prósent, eða 1,2 milljónir, af þeim höfðu áður gegnt starfi.

Til að bregðast við þessari röskun á atvinnulífið hafa stjórnvöld í Úkraínu beitt sér fyrir því að halda almannatryggingakerfinu starfhæfu með stafrænum hætti til að tryggja atvinnuleysisbætur berist til fólks á flótta.

Áhrif stríðsins er víða

Stríðið í Úkraínu hefur einnig ógnað öryggi starfa í nágrannaríkjunum – aðallega Ungverjalandi, Moldóvu, Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu – þar sem áframhaldandi ófriður þvingar flóttafólk í útlegð til lengri tíma.

Órói á efnahags- og atvinnulíf hafa einnig veruleg áhrif á Mið-Asíu, sérstaklega lönd sem eru háð greiðslum frá Rússlandi, eins og Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan og Úsbekistan.

Stríðið hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum sem hefur einnig orðið fyrir barðinu á Covid-19 faraldrinum, sem mun hamla frekari hagvöxt og setja aukið álag á félagsverndarkerfi. Ástandið er sérstaklega erfitt ríkjum hjá lág- og millitekjufólki, sem mörg hver hafa ekki getað náð sér að fullu eftir heimsfaraldur.

FAO/Genya Savilov – Men work on the construction site of a grain processing factory in Kyiv Oblast of central Ukraine.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur unnið að því að leiða saman lönd Evrópu og Mið-Asíu til að finna lausnir á áhrifum stríðsins á alþjóðlegt landbúnaðarkerfi.

Í Evrópu og Mið-Asíu svæðinu eru 53 há- og millitekjulönd sem búa yfir 900 milljónum manna.

Þrátt fyrir að FAO telji að svæðið sé í „góðri stöðu“ sem ein af brauðkörfum heimsins (e. food basket), fer hungursneyð vaxandi á heimsvísu ásamt verði á mat, fóðri, eldsneyti og áburði.

Til að sporna við þessari þróun hefur stofnunin sett af stað viðbragðsáætlun til að koma til móts við bændur á stríðshrjáðum svæðum. Hingað til hefur ekki náðst fjármagn til að styðja við 115 milljóna dala áætlun stofnunarinnar.

Heimildir:

Ukraine: UN labour agency update shows 4.8 million jobs lost to war | | UN News