Alþjóðadagur hafsins

Í dag er Alþjóðadagur hafsins. Hafið verður okkur úti um mat, vinnu og orku og því þurfum við að leggja okkar af mörkum til að halda hafinu heilbrigðu og hreinu. Þema alþjóðlega hafdagsins í ár er:

“Endurheimt: sameiginlegar aðgerðir í þágu hafsins”. Hafið þarf á aðstoð okkar að halda til að skapa jafnvægi á ný og til að endurheimta heilbrigði og líffræðilegan fjölbreytileika þess.

 

Kóralmyndun á Maldíveyjum. Mynd frá Sameinuðu þjóðunum/Kike Calvo

 

Vissir þú að:

  • Hafið þekur yfir 70% af yfirborði jarðar.
  • Hafið framleiðir a.m.k. 50% af súrefni jarðar.
  • Um 50% kóralrifja jarðar hafa verið eyðilögð.
  • Hafið gleypir í sig um 25% af allri losun koltvísýrings.

 

Kórallsstykki tilbúið til að mynda ný rif við Coral Vita. Mynd frá WeWork

 

Þann 27.júní verður haldin Sjávarráðstefna í Lissabon, Portúgal þar sem farið verður yfir mögulegar aðgerðir og lausnir til að takast á við þau rótgrónu vandanmál og hættur sem steðja að hafinu. Ráðstefnan verður vettvangur kynninga á vísindalegum og nýstárlegum lausnum til að vernda hafið. Auk þess verður áhersla lögð á hvernig eigi að vernda og nýta hafið og auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt. Höfuðþema ráðstefnunnar er “Betrumbætur á hafaðgerðum sem byggjast á vísindum og nýsköpun til innleiðingar á heimsmarkmiði 14: Birgðatölur, samstarf og lausnir”.