Sérlegur sendifulltrúi aðalframkvæmdastjóra SÞ um ofbeldi gegn börnum heimsótti Miðstöð Sameinuðu þjóðanna

Dr. Najat Maalla M´jid, sérlegur sendifulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna um ofbeldi gegn börnum, lauk í fyrradag þriggja daga opinberri heimsókn sinni í boði mennta- og barnamálaráðherra Íslands, Ásmundi Einari Daðasyni.  Dr. M´jid hefur haft mikinn áhuga á þeim breytingum sem ráðherra hefur verið að vinna að á umhverfi barna hér á landi og komið að þeirri vinnu sem ráðgjafi.

Najat er fædd í Marokkó, er menntaður barnalæknir og er með meistaragráðu í mannréttindum. Hún hefur áður sinnt starfi sérlegum sendifulltrúa SÞ í málefnum barna, en á sviði barnaþrælkunar, barnavændi og barnakláms. Najat átti fundi með hérlendum aðilum er vinna að málefnum barna og baráttu gegn ofbeldi gagnvart börnum og endurskoðun á umhverfi barna hér á landi.

Hún  kom ásamt ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins á fund í Miðstöð SÞ á Íslandi þar sem hún hitti framkvæmdastýrur félaganna á hæðinni ásamt starfsfólki og fulltrúum ungmennaráðs UN Women.

Frá vinstri: Fulltrúar ungmennaráðs UN Women, Stella, framkvæmdastýra UN Women, Dr. Najat Maalla M´jid, Ásmundur Einar, Mennta- og barnamálaráðherra, Birna, framkvæmdastjóri UNICEF, Vala, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna og Pétur, sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans, réttindaskólar og frístund. Mynd: Hjördís Eva Þórðardóttir.

 

Najat talar um mikilvægi þess að fjárfesta í málefnum sem snúa að bættri stöðu barna um allan heim, ekki síður vegna þess að þau eru framtíðin, heldur eru þau nútíðin og hvernig ríkjum heimsins tekst að bæta alla umgjörð um farsæld barna fellur í okkar hlut. Ef ekkert verður að gert munum við ekki ná markmiðum heimsmarkmiðanna sem snýr að því að enginn skuli skilinn eftir. Þá fagnaði hún árangri Íslands í málaflokknum og tók undir mikilvægi samþykktar löggjafar um farsæld barna sem tók gildi í fyrra og hvatti hún alla hagaðila til áframhaldandi góðra verka.