Í dag hófst ráðstefnan Stockholm+50 en hún fer fram í Stokkhólmi 2. – 3. júní. Ráðstefnan ber nafnið “Stockholm +50” vegna þess að 50 ár eru nú liðin frá ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins árið 1972 sem gerði umhverfið að áríðandi alþjóðlegu málefni í fyrsta sinn. Um 113 lönd sóttu fundinn og tóku þátttakendur upp nokkrar meginreglur um umhverfið, þar á meðal Stokkhólmsyfirlýsinguna og aðgerðaáætlunina fyrir umhverfi manna. Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) var stofnuð í kjölfar ráðstefnunnar.
Í tilefni þess hafa mörg Félög SÞ innan Heimssamtaka WFUNA ( World Federation of UN Associations) gefið út sameiginlega yfirlýsingu til að lýsa yfir þungum áhyggjum af núverandi ástandi jarðar og íbúum hennar.
Í yfirlýsingunni er minnt á það ábyrgðarhlutverk sem ríki heims hafa gagnvart loftslagsbreytingum og að allir hlutaðeigandi aðilar; stjórnvöld, opinberi geirinn og einkageirinn þurfa að vinna saman að lausnum til að koma til móts við þær áskoranir.
Takmark ráðstefnunnar í Stokkhólmi er eftir fremsta megni að hrinda þessum verkefnum í framkvæmd. Skorað er á í yfirlýsingunni að allar ríkisstjórnir heims bregðist við þessum atriðum:
- Að fylgja skuldbindingum sínum um að ná markmiðum sínum varðandi kolefnishlutleysi og halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum á Celsíus;
- Að sjálfbærniskýrslur og áhrif á umhverfisþætti skulu vera hafðar til hliðsjónar í öllum mælingum;
- Efla græna vitund um hvernig hegðun manna skaða umhverfið og um leið efla samfélög til þess að grípa staðbundinna aðgerða með því að tileinka sér sjálfbærari lífsstíl til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga;•
- Hætta styrkjum til jarðefna- og efnagerðar;
- Tryggja sanngjörn umskipti frá jarðefnaeldsneyti yfir í grænt hagkerfi þannig að þeir sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum loftslagsbreytinga fái þá félagslegu vernd og starfsþjálfun sem þeir þurfa til að koma í veg fyrir að þeir lendi í fátækt;
- Auka fjármagn til að styðja við endurheimt vistkerfa, vernda líffræðilegum fjölbreytileika og berjast gegn eyðimerkurmyndun;
- Efla löggjöf er varða umhverfismál sem vernda skal vistkerfi á landi, vatni og höfum, með sérstakri áherslu á að draga úr plastmengun;
- Að reynt verði að ná sjálfbærum bata frá eftirköstum COVID-19 heims faraldrinum. Tryggja að fólk um allan heim hafi jafnan aðgang að bóluefnum og almennri heilbrigðisþjónustu;
- Að hafa fyrirtæki, ungmenni og borgaralegt samfélag með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um hvaða stefnu eigi að taka til að takast á við hlýnun jarðar. Borgaralegt samfélag verður að geta sinnt starfi sínu á öruggan hátt. Raddir jaðarhópa þarf að vernda og efla og mannréttinda- og umhverfissinnar verða að geta sinnt starfi sínu án ótta við að verða fyrir skaða.
Hér má finna yfirlýsinguna í heild sinni