Aukið álag á heilbrigðiskerfi á heimsvísu vegna fjölgun Covid-19 tilfella

“Fjölgun Covid – 19 tilfella og dauðsfalla af völdum sjúkdómsins er á nýjan leik farið að valda auknu álagi á heilbrigðiskerfi og starfsfólk víða um heim.” Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), við blaðamenn á reglulegum vikulegum fréttamannafundi síðastliðin þriðjudag.

Hann greindi frá því að Emergen, sérstök nefnd um COVID-19 hafi komist að þeirri niðurstöðu að sjúkdómurinn sé enn ógn fyrir heimsbyggðina þó að vissulega sé staðan sé betri en í upphafi faraldursins. En á meðan ný afbrigði séu enn að greinast þá mætti ekki slá slöku við.

Tedros tók fram að minna eftirlit, þar með talið prófanir og raðgreiningar, hefur gert það sífellt erfiðara að meta áhrif afbrigða á smit, sjúkdómseinkenni og árangur aðgerða til að vinna gegn sjúkdómnum.

Yfirmaður WHO árétti það að halda áfram að notast við grímur, tryggja góða loftræstingu og halda til streitu þeim viðbragðsáætlunum sem hafa verið notaðar til þessa í faraldrinum. Þær hafa hingað til komið í veg fyrir sýkingar, sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll. 

Hann undirstrikaði mikilvægi þess að á fundi fjármálaráðherra G-20 í þessari viku að ríkisstjórnir styddu við bakið á WHO og árétti það að takast ætti við faraldrinum með faraldsfræðilegum gögnum byggðar á vísindalegum staðreyndum og að tryggja þurfi jafnt aðgengi fólks að bóluefnum.

Baráttan við COVID-19 faraldurinn ætti að haldast í hendur við bólusetningu fyrir banvænum sjúkdómum eins og mislingum, lungnabólgu og niðurgangi,“ undirstrikaði Tedros. „Þetta er ekki spurning um annað hvort/eða, það væri hægt að gera bæði“.

Apabóla

Tedros nefndi einnig apabólu, en alls hefur  greinst 9.200 tilfelli í 63 löndum. Í næstu viku mun neyðarnefnd vegna sjúkdómsins koma saman aftur til að skoða þróun, árangur mótvægisaðgerða hingað til og næstu skref til að takast á við faraldurinn.

Hann benti á starf vísindaráðs WHO sem hann setti á laggirnar fyrir ári síðan. Tilgangur þess er að veita ráðgjöf um framfarir í vísindum og tækni sem hafa áhrif á heilsu og væri „óaðskiljanlegur við þróun prófana, meðferða og bóluefna“.

Sjá nánar umfjöll UN hér