High Level Political Forum hófst í dag í New York

Fundur HLPF (e. High – Level Political Forum) hófst í morgun í New York. Fundurinn er undir merkjum Efnahags- og Félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna dagana 5-7. Júlí, 11-15. Júlí og mun svo ljúka formlega mánudaginn 18. Júlí. 

HLPF er miðlægur vettvangur Sameinuðu þjóðanna fyrir eftirfylgni og endurskoðun á 2030 stefnuyfirlýsingunni um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun á heimsvísu, en þau gilda til ársins 2030.

Allsherjarþingið ákvað í ályktun sinni 67/290 að vettvangurinn hittist árlega á vegum Efnahags- og Félagsmálaráðsins í átta daga, þar af þriggja daga ráðherra lotu og á fjögurra ára fresti á vettvangi þjóðhöfðingja og ríkisstjórna skv. á vegum Allsherjarþings í tvo daga. 

Yfirskrift fundarins að þessu sinni er “Building back better from the coronavirus disease (COVID-19) while advancing the full implementation of the 2030 Agenda for Sustainable Development” og snýr að þeim áhrifum sem Covid – 19 hefur haft á heimsbyggðina og hvernig hægt sé að samþætta og tvinna uppbyggingarstarfið við heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun. 

Þannig mun HLPF endurskoða ítarleg markmið um sjálfbæra þróun númer 4 um gæði menntunar, 5. markmið um jafnrétti kynjanna, 14. markmið um líf neðansjávar, 15. markmið um líf á landi og 17.markmið um samstarf um markmiðin. Endurskoðun markmiðanna  mun svo taka tillit til mismunandi áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á heimsmarkmiðin.

Í ár munu 44 ríki gefa út svokallaða VNR skýrslu (e. Voluntary National Review) en hún gefur innsýn í stöðu ríkjanna er varðar heimsmarkmiðin. Á næsta ári mun Ísland gefa næst út slíka skýrslu, en hún var síðast gefin út árið 2019. Það verður áhugavert að sjá árangurinn milli ára þegar þar að kemur fyrir Ísland.

Fyrir áhugasama má hér lesa síðustu VNR skýrslu Íslands frá árinu 2019