Ný yfirlýsing eftir Hafráðstefnu SÞ 2022

Mynd: United Nations

Annarri hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk föstudaginn  1. júlí en eftir viku af umræðum og atburðum í Lissabon var ný pólitísk yfirlýsing samþykkt: “Hafið er hornsteinn alls lífs á jörðinni og framtíðarinnar”.

Yfir 160 lönd sammæltust um þessa yfirlýsingu en það sýnir okkur einnig hve mikið er í húfi og hve alvarlegt ástandið er. Loftslagsbreytingar sem eru ein helsta ógn jarðar eru að hafa gífurleg áhrif á líf neðansjávar.

 

Mynd: Nicolas Hahn

Í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar viðurkenndu leiðtogar heimsins “sameiginleg mistök” og hvöttu til aukins metnaðar til að tryggja að brugðist verði við hræðilegu ástandi hafsins og viðurkenndu hreinskilnislega að vera „mjög brugðið vegna neyðarástandsins á heimsvísu sem blasir við hafinu“.

Yfirlýsingin skuldbindur þjóðir til að grípa tafarlaust til vísindatengdra og nýstárlegra aðgerða, þar á meðal meðal:

  • Að efla alþjóðlegar, svæðisbundnar og innlendar vísindalegalegar rannsóknir og leggja sig fram við kerfisbundna gagnaöflun.
  • Viðurkenna mikilvægt hlutverk frumbyggja, hefðbundinnar og staðbundinnar þekkingar til að þróa lausnir
  • Að efla samvinnu og skiptast á bestu aðferðunum innan hafvísindarannsókna
  • Kanna nýstárlegar fjármögnunarlausnir
  • Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðlegum sjóflutningum
  • Að efla konur, börn og unglinga með viðeigandi þekkingu og færni til að hjálpa þeim að leggja sitt af mörkum fyrir heilsu hafsins

Yfirlýsingin er ekki bundin í lög en er mikilvægt skref í átt að því að ná Heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun, sér í lagi markmiði 14 sem snýr að lífi neðansjávar.

Á ráðstefnunni sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (e. UNCLOS, The United Nations Convention on the Law of the Sea) vera eitt mesta afrek heimsins, sem gefur okkur meiri stöðugleika og fyrirsjáanleika og stuðlar að friði og öryggi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls á ráðstefnunni. Þar talaði hún um málefni hafsins  og að þau skipti sköpum fyrir loftslagsaðgerðir og til að fæða jarðarbúa. Stefnur og reglur er varðar hafið eru því gríðarlega mikilvægar fyrir efnahagsþróun, félagslegar framfarir og réttlát umskipti.