UNESCO “Transforming Education” Pre-Summit

Undirbúningsfundur eða “Pre-Summit” fyrir leiðtogafund UNESCO 19.september 2022 um leiðir til umbreytinga á menntun var haldinn 28.-30.júní í París af franska forsætisráðuneytinu og framkvæmdastórn Evrópusambandsins til að ræða hlutverk Evrópusambandsins í umbreytingum á menntun. Mikilvægt er að hrinda heimsmarkmiði nr 4: Menntun fyrir alla, án aðgreiningar og stuðla að símenntunartækifærum, í framkvæmd og var fundinum ætlað að knýja fram þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað næstu árin. Einnig var tilefni til að virkja umræður um umbreytingu á menntun, útbúa grunnskipulag og efla samstöðu fyrir aðalfundinn.

Þá var lögð áhersla á að vinna að nýstárlegum lausnum og efla menntunarsamstarf á svæðisbundnum og alþjóðlegum vettvangi. Kynnt voru dæmi um alþjóðleg samstörf milli ESB, aðildarríkja og samstarfslanda á sviði menntunar, til dæmis “E-Youth” í Mósambík. E-Youth snýst um valdeflingu ungra kvenna með stuðningi við þær stúlkur sem vilja læra tölvunarfræði, tækni, verkfræði og stærðfræði og forritun. Þetta samstarf styrkir einnig samstarf á milli háskóla í Mósambík og Evrópu en einnig er boðið upp á styrki til ungra Mósambíkbúa sem stunda nám í Evrópu.

Franska forsætisráðið – fulltrúar franska mennta- og æskulýðsráðuneytisins og Evrópu- og utanríkisráðuneytisins – og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fögnuðu á leiðtogafundinum markmiðinu um umbreytingu á menntun og hafa ítrekað skuldbindingu ESB um að efla viðleitni sína og efla hlutverk sitt í alþjóðlegu samstarfi hvað varðar að efla menntun. Að efla menntun er skref í áttina að því að ná sjálfbærrar þróunar markmiðunum. Einnig er það skref í átt að jafnari samfélögum sem eru án aðgreiningar og fær um að stjórna stafrænum og vistfræðilegum umbreytingum á eigin spýtur.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Huld Ármann, ungmennafulltrúi SÞ á sviði barna og ungmenna voru meðal þeirra sem sóttu #TransformingEducation leiðtogafund UNESCO í París fyrir hönd Íslands en hann kláraðist í gær.

 

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna hafði þetta að segja um #TransformingEducation UNESCO fundinn.