Árlegur fundur Félaga Sameinuðu þjóðanna á norðurlöndunum haldinn í Helsinki

Dagana 25.-26. ágúst síðastliðinn var haldinn árlegur fundur NORDIC UNA (Félaga Sameinuðu þjóðanna á norðurlöndunum) í Helsinki.

Lengi hefur verið gott samstarf milli félaganna á norðurlöndunum en hópurinn hittist mánaðarlega á rafrænum fundi og svo árlega en þá skiptast félögin á að halda fundinn og nú var komið að finnska félaginu.

Frá vinstri: Ellen (framkvæmda- og kynningarstjóri í Noregi), Annelie (stjórnarformaður Svíþjóð), Árni (upplýsingafulltrúi SÞ í V-Evrópu), Jenni (verkefnastjóri stefnumótunar í Finnlandi), Torleif (framkvæmdastjóri í Danmörku), Helene (framkvæmdastjóri í Finnlandi) ásamt Völu framkvæmdastjóra á Íslandi.

Á fundinum voru ýmis mikilvæg málefni rædd sem snúa að félögunum og SÞ, stefnumótun fyrir 2023 og helstu verkefni. Þá voru sérstaklega rædd þau verkefni sem félögin vinna að í sameiningu, alþjóðlegt samstarf, Globalis vefurinn, heimsmarkmið SÞ o.fl. Lengi vel hefur staðið til að félögin fimm (Ísland, Finnland, Danmörk, Svíþjóð og Noregur) haldi norrænt málþing um málefni sem snertir alla íbúa norðurlandanna. Undirbúningur er nú þegar hafinn og er frétta að vænta á næstu mánuðum en áætlað er að málþingið verði haldið í UN-City í Kaupmannahöfn í vetur.

Starfandi framkvæmdastjórar félaganna sátu fundina ásamt kynningarfulltrúum finnska félagsins. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi SÞ fyrir Vestur-Evrópu var einnig viðstaddur og veitti félögunum góða innsýn inn í starfsemi þeirra og ræddir voru fleiri möguleikar til samstarfs og frekari upplýsingagjafar til félaganna.

Drög að norrænu málþingi rædd en áætlað er að halda það í UN-City í Kaupmannahöfn í vetur.

 

Norska félagið mætti með súkkulaði með skýrum skilaboðum! Heimsmarkmið 5. Menntun fyrir alla!