Einn heitasti júlímánuður sem mælst hefur samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO)

Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO (World Meteorological Organisation) var hitastigið í júlí nærri hálfri gráðu yfir meðalhitastiginu frá 1991-2020 í Evrópu. Þetta á sér í lagi við um Suðvestur og Vestur-Evrópu, þar sem hitastigið var oftast yfir meðallagi vegna svakalegrar hitabylgju um miðjan júlí.

Methitastig

Meðalhitastigið hækkaði þrátt fyrir “La Niña” veðuráhrifin sem áttu að hafa kælandi áhrif  sagði Clare Nullis frá WMO. Hún segir að þau hafi orðið vör við áhrifin á sumum stöðum en ekki allsstaðar í heiminum og að júlímánuður þessa árs hafi verið einn af þremur heitustu júlímánuðum sem mælst hefur.

Á Bretlandi hefur aldrei mælst eins hár hiti, en þar mældust 40°C í fyrsta sinn. Á Spáni hefur heldur aldrei mælst eins hár hiti í júlí, en meðalhitastigið á landsmælikvarða var 25.6°C og var viðvarandi hitabylgja á frá 8.-26. júlí sem var sú lengsta og mesta sem mælst hefur nokkru sinni fyrr á Spáni.

Með gögnum frá loftslagsþjónustu Kóperníkus Evrópusambandsins staðfesti Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna að Evrópa hafi upplifað sjötta hlýjasta júlí frá upphafi.

Hitinn ferðaðist lengra norður og austur í Bandaríkjunum og var mjög hár hiti milli annarra landa, þar á meðal Þýskalands og hluta Skandinavíu, en staðbundin júlí- og allra tímamet voru slegin á nokkrum stöðum í Svíþjóð.

Frávik í hitastigi annarsstaðar

Á sama tíma, frá Horni Afríku til Suður-Indlands, og stór hluti Mið-Asíu til nærri allrar Ástralíu var hiti undir meðallagi. Einnig mátti þess gæta á landsvæði sem náði frá Íslandi, þvert yfir Skandinavíu, um Eystrasaltslöndin og allt til Kaspíahafs. Að auki var hiti almennt undir meðallagi í Georgíu og um stóran hluta Tyrklands.

Heimsskautaís minnkar

Hafís minnkaði á sama tíma og var sjö prósentum undir meðallagi á Suðurskautslandinu. Á norðurslóðum var hafísinn fjórum prósentum undir meðallagi

 

 

Heimildir

https://news.un.org/en/story/2022/08/1124242

Mynd af : https://twitter.com/WMO/status/1556616109402505216?s=20&t=Iq8kSb45BjlAc2B2oDeKOQ