Áætlað er að jarðarbúar verði 8 milljarðar þann 15. Nóvember 2022

Áætlað er að þann 15. nóvember 2022 að jarðarbúar hafi náð 8 milljörðum.

SÞ hafa stuðst við dagsetninguna 15. nóvember næstkomandi en að þá munu jarðabúar verða orðnir 8 milljarðar. Þó þetta sé vissulega vegamikil áskorun fyrir mannkynið, þá eru líka ástæður til að sýna jákvæðni.

Þær áskoranir sem standa fyrir mannkyninu eru miklar. Loftslagsbreytingar, átök, og faraldrar eins og Covid-19 hrjá heilu kynslóðirnar og hafa mikil áhrif á fólk á jaðrinum. Milljónir á heimsvísu lifa við mikla fátækt og hafa engan eða takmarkaðan aðgang að heilsugæslu, félagsþjónustu og menntun. Konum er neitað um grundvallarmannréttindi eins og ákvörðunarrétt yfir sínum eigin líkama og framtíð, og í þokkabót hefur þróun kvenréttinda farið hrakandi í mörgum löndum.

Börn í Namarjung í Nepal árið 2017. Mynd: Rebecca Zaal/Pexels

Samt sem áður eru ástæður til að sýna jákvæðni vegna þessara tímamóta. UNFPA, Mannfjöldasjóður SÞ heldur áfram vinnu sinni ásamt samstarfsaðilum sínum til að uppfylla þau markmið sem stofnunin setti fram með ICPD aðgerðaskránni árið 1994. Aðalframkvæmdarstjóri UNFPA, Natalia Kanem sagði í tengslum við þessi tímamót að:

„Þetta er velgengissaga, ekki hamfarasaga. Okkar heimur, þrátt fyrir miklar áskoranir, er staður þar sem meira fólk er menntað og lifir heilsusamlegra lífi en á nokkrum öðrum sögulegum tíma“

og

„Að skoða aðeins fólksfjöldann og fjölgunartíðni gefi ekki upp alla myndina – og leiðir oft til þvingunaraðgerða og rýrnun mannréttinda. Í raun er fólk lausnin, ekki vandamálið. Reynslan hefur sýnt að fjárfesting í fólki, réttindum þeirra og ákvörðunarrétt er leiðin til að byggja friðsamleg og sjálfbær velmegunarsamfélög.“

Þessi miklu tímamót krefjast nýrra og kröftugra hugmynda og aðgerða. Ríkisstjórnir verða að taka sér stefnur sem þjóna fólki með ákvörðunarrétt yfir persónulegri heilsu og líkama í brennidepli. Einkageirinn getur með nýsköpun og nýrri tækni þróað skapandi lausnir fyrir fólk á heimsvísu. Listamenn og skapandi fólk um allan heim geta beitt hugviti sínu og hæfileikum til að veita okkur innblástur og sýnt heiminum þá möguleika sem 8 milljarðar manna hafa að bjóða fyrir heiminn okkar.

Saman stöndum við fyrir ótal tækifærum til aðgerða, vaxtar og breytinga. Að skapa heim þar sem réttlæti og sjálfbærni ráða ríkjum krefst þess að þjóðir, stofnanir og fólk allt vinni að eflingu jafnréttis og aðgengi að tækifærum fyrir alla – allstaðar.

 

Heimildir:

https://www.unfpa.org/press/world-set-reach-8-billion-people-15-november-2022?fbclid=IwAR2_I3nky5k0QCCCCVO3hU1GB4vk5ksOnpZ476QJnjRopXrSjHvKTfjUClI

undesa_pd_2022_global_population_growth.pdf