Allsherjarþing SÞ samþykkti einhljóða í gær ályktun um stofnun æskulýðsskrifstofu SÞ

Þann 8. september samþykktu aðildarríki á Allsherjarþingi SÞ einhljóða ályktun um stofnun nýrrar æskulýðsskrifstofu SÞ. Þetta er gríðarlega mikill sigur fyrir ungmenni um allan heim en mikil vinna hefur farið í vinnslu ályktunarinnar, samráð og samningaviðræður.

Skrifstofan mun stuðla að og samræma aðgerðir til að efla aðkomu ungs fólks, hagsmuni og réttindi þeirra innan SÞ en margir telja það löngu orðið tímabært að efla raddir og aðkomu ungmenna á alþjóðlegum vettvangi.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar þessum breytingum og hlakkar okkur til að sjá skrifstofuna verða að veruleika og hefja störf.

Eftirfarandi skot af Twitter er frá Abdulla Shahid, forseta 76. Allsherjarþings SÞ. Nýr forseti, Csaba Kőrösi hefur störf sín þann 13. september þegar 77. Allsherjarþing kemur saman.