Alþjóðlegur dagur upprætingar kjarnorkuvopna

Í dag er alþjóðlegur dagur upprætingar kjarnorkuvopna.

Eitt af elstu og helstu verkefnum frá stofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 1945 hefur verið að uppræta kjarnorkuvopn. Fyrsta ályktun Allsherjarþings SÞ fjallaði jafnvel að hluta um þetta mikla verkefni, og síðan þá hafa SÞ unnið markvisst að gegn notkun og upprætingu kjarnorkuvopna. Tímalína mikilvægra atburða og ákvarðana SÞ í tengslum við þetta mikla verkefni og saga upprætingu kjarnorkuvopna er hægt að finna hér.

Á myndinni er stytta sem sýnir Sankti Georg leggja lokahögg á dreka. Drekinn er gerður úr sovéskum og bandarískum brotum af kjarnavopnum Mynd: UN Photo/Milton Grant

Þó að þetta alþjóðlega verkefni hefur skilað miklum árangri síðan á tímum kalda stríðsins, þá eru enn yfir tólf þúsund kjarnorkuvopn eftir. Í þokkabót þá halda kjarnorkuveldin áfram að nútímavæða og hafa mörg ekki sýnt fram á vilja til að stöðva þróun þeirra. Mörg aðildarríki SÞ eru ekki ánægð með þessa þróun en það er nauðsynlegt að auka umræður og samningviðræður um upprætingu kjarnorkuvopna. Þann 2. ágúst 2019, tóku Bandaríkin þá ákvörðun að draga sig úr INF sáttmálanum (e. Intermediate-Range Nuclear Force Treaty) sem átti að uppræta heilan flokk af kjarnavopnum. Þetta er slæm þróun og því hefur það aldrei verið mikilvægra að minna ríki, alþjóðastofnanir, og fólk um þær hræðilegu afleiðingar sem jafnvel takmörkuð notkun kjarnorkuvopna myndi valda og mikilvægi þess að vinna markvisst að upprætingu þeirra.

Eins og aðalframkvæmdarstjóri SÞ sagði í tengslum við þennan dag og þetta mikla verkefni:

„Sem alþjóðleg fjölskylda, þá getum við ekki lengur leyft skýi kjarnorkustríðs að varpa skugga yfir okkar vinnu til að hvetja uppbyggingu, uppfylla heimsmarkmiðin og binda enda á Covid-19 faraldurinn. Nú er tíminn til að losa okkur við þetta ský fyrir fullt og allt, uppræta kjarnavopn úr heimi okkar og hefja nýja tíma þar sem viðræður, traust og friður er tryggt öllu fólki“

 

Heimildir

https://www.un.org/en/observances/nuclear-weapons-elimination-day