21. september er alþjóðadagur friðar

Í dag þann 21 september er alþjóðadagur friðar. Þemað í ár er „End racism. Build peace“ eða „Endum kynþáttahatur. Byggjum frið“.

Friðarbjallan er gjöf frá Félagi Sameinuðu þjóðanna í Japan árið 1954. Hefðin í dag er að hringja bjöllunni tvisvar á ári, á fyrsta degi vors og þann 21. september til að fagna alþjóðadegi friðar. Mynd: UN Photo/Manuel Elías

 

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna António Guterres sagði í yfirlýsingu sinni vegna alþjóðadagsins að:

 „Kynþáttahatur heldur áfram að byrla eitri fyrir stofnunum, samfélagsmynstrum, og hinu daglega lífi hvers samfélags. Áfram heldur það sem drifkraftur áframhaldandi misréttis. Og neitar fólki um grundvallarmannréttindi. Það veldur samfélagslegu ójafnvægi, grefur undan lýðræðishyggju, dregur úr lögmæti ríkisstjórna, og… tengingin milli kynþáttahaturs og misréttis kynjanna er ótvíræð“

Árlega tileinka SÞ þessum degi til styrkingar friðs með því að fylgjast með og kalla eftir sólarhrings vopnahlés og ofbeldisleysis, en til þess að ná raunverulegum alþjóðlegum- og samfélagslegum frið krefjist meira til. Á covid tímum sáum við aukið misrétti, ofbeldi og hatursorðræðu gagnvart einstökum kynþáttahópum sem var byggt á fordómum og fáfræði. Við sáum hvernig þetta samfélagsmynstur þróaðist og verðum öll að taka saman höndum til að vinna gegn þeim fordómum og misrétti sem því fylgir í öllum myndbirtingum þess.

Peace day 2022 poster

Við eigum öll hlutverk í að byggja heim án fordóma með því að spyrna gegn því samfélagsmynstri sem viðheldur þeim. Við getum gert það með því að styðja hreyfingar og hópa sem sporna gegn misrétti og kenna jafnréttinda- og mannréttindafræðslu heima jafnt sem á alþjóðavísu. Einnig verðum við að standa gegn misrétti með því að taka þátt í umræðunni og tala gegn fordómum bæði á netinu og í okkar daglega lífi.

Sameinuðu þjóðirnar biðja öll að vinna saman gegn kynþáttahatri og misrétti með því markmiði að tryggja frið fyrir allt mannkyn og að vinna saman að heim án haturs og fordóma, heims þar sem friður, samúð og bræðralag ráða ríkjum.

 

Heimildir:

https://www.un.org/en/observances/international-day-peace