Leiðtogafundur ‘Transforming Education Summit’ hefst í dag í New York

Leiðtogafundurinn ‘Umbreyting menntunar‘ (e. Transforming Education Summit) hefst í dag í New York en hann stendur yfir dagana 16., 17., og 19. september. Þar munu leiðtogar aðildarríkja SÞ koma saman og ræða brýna þörf á umbreytingu í menntamálum alþjóðlega. Þá verður fyrsta deginum helgað ungmennum og mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast og séu teknar til greina í öllum ákvörðunum.

Boðað var til fundarins um breytingar á menntun til að bregðast við alþjóðlegri kreppu í menntamálum – sem snýr að jöfnuði og námi án aðgreiningar, gæðum og mikilvægi en svokallað ‘Pre-Summit’ ráðstefna var haldin af UNESCO í París síðastliðinn júni sem mennta og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sat ásamt sendinefnd. Krísan í menntamálum er oft hæg og óséð en hefur slæm áhrif á framtíð barna og ungmenna um allan heim. Leiðtogafundurinn í New York veitir einstakt tækifæri til að lyfta menntun upp á alþjóðlegri pólitískri dagskrá og virkja aðgerðir, metnað, samstöðu og lausnir til að endurheimta námstap sem tengist heimsfaraldri og sá fræjunum til að umbreyta menntun í heimi sem breytist hratt og stöðugt.

Í dag, 16. september fer fram svokallaður ‘Virkjunardagur’ (e. Mobilization Day) sem snýr alfarið að ungu fólki og er hann skipulagður og stýrður af ungmennum og felur í sér fulla þátttöku fjölmargra hagsmunaaðila. Á deginum er ætlað að koma á framfæri sameiginlegum tilmælum ungs fólks um umbreytingu menntunar til aðila sem sjá um ákvarðanir og stefnumótun innan ríkja. Einnig verður lögð áhersla á mikilvægi þess að virkja almenning á heimsvísu, ungmenni, kennara, borgaralegt samfélag og aðra til að styðja við umbreytingu menntunar um allan heim.  Ráðherrar og sendinefndir aðildarríkjanna eru hvattar til að taka virkan þátt í þessum aðgerðum og umræðum.

17. september verður ‘Lausnardagurinn‘ (e. Solutions Day) en þar er boðið upp á vettvang fyrir samstarfsaðila til að virkja stuðning til að hrinda af stað eða stækka verkefni sem tengjast ráðstefnunni og þemum hennar. Kynnt verða samtök um aðgerðir eða önnur fjölþætt verkefni hagsmunaaðila sem munu stuðla að umbreytingu menntunar. Aðildarríkin eru hvött til að skipuleggja saman fundi og viðburði þennan dag.

Á lokadeginum, 19. september verður svo ‘Leiðtogadagur‘ (e. Leaders Day) en hann er tileinkaður kynningu ríkja á skuldbindingaryfirlýsingum þjóðhöfðingja og ríkisstjórna í formi hringborða umræðu. Einnig verða haldnir þemafundir til að leggja áherslu á þverfaglega forgangsröðun við umbreytingu menntunar. Á þessum loka degi mun vera kynnt yfirlýsing ungmenna í tengslum við ráðstefnuna en einnig verður kynnt framtíðarsýn aðalframkvæmdastjóra SÞ á umbreytingu menntunar.

Fulltrúar Íslands í New York verða Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðasson, mennta- og barnamálaráðherra ásamt sendinefnd. Ungmennafulltrúi SÞ fyrir Íslands hönd á sviði barna og ungmenna, Inga Huld Ármann verður einnig með sendinefndinni og tekur þátt fyrir hönd ungmenna á Íslandi.

Afhverju menntun án aðgreiningar er mikilvæg fyrir alla nemendur

Sannarleg umbreyting menntunar verður að vera án aðgreiningar. Sú menntun sem við þurfum á að halda á 21. öldinni ætti að gera fólki af öllum kynjum, hæfileikum, þjóðerni, félagshagfræðilegum bakgrunni og aldri kleift að þróa þá þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til seiglu og umhyggjusamra samfélaga. Í ljósi heimsfaraldurs, loftslagsvanda, vopnaðra átaka og allra áskorana sem við stöndum frammi fyrir núna, skiptir umbreytandi menntun sem gerir sér grein fyrir möguleikum hvers og eins sem hluta af samfélaginu, mikilvæg fyrir heilsu okkar, sjálfbærni, frið og hamingju.

Til að ná þeirri framtíðarsýn þurfum við að grípa til aðgerða á kerfislægum stigum. Ef við ætlum að komast að kjarnanum í því að takast á við misrétti þurfum við breytingar á menntakerfinu okkar í heild sinni, þar á meðal formlegum og óformlegum menntunarrýmum.

Heimildir: 

Transforming Education Summit | United Nations

Why inclusive education is important for all students | United Nations