Mannfjöldasjóður SÞ óskar eftir starfsnemum

UNFPA, Mannfjöldasjóður SÞ, leitar nú eftir starfsnemum sem stunda framhaldssnám eða eru á lokaári í grunnámi í háskóla á norðurlöndunum.

Starfsnemarnir munu starfa í einhverri af landskrifstofum eða héraðsskrifstofum stofnunarinnar á heimsvísu. Kallað er eftir umsóknum fólks í ákveðnum námsgreinum:

  • Hnattræn heilsa
  • Lýðfræði og lýðheilsufræði
  • Hagfræði og heilsuhagfræði
  • Stjórnmálafræði
  • Félagsleg mannfræði ásamt samfélagslegri þátttöku
  • Þróunarfræði
  • Kynningarmál
  • Kynjafræði, jafnréttisfræði eða námi með fókus á kynbundið ofbeldi
  • Mannauðsstjórnun
  • Innkaupastjórnun, með fókus á aðfangakeðjur og rekstur

Starfsnemar eru ráðnir í 4-6 mánuði en um frábært tækifæri er að ræða fyrir aðila með áhuga á alþjóðastofnunum eins og SÞ og starfsemi er varða málaflokk og málefni Mannfjöldasjóðs.

 

Allar upplýsingar um stöðu starfsnema, hlutverk og umsóknarferli eru hér að neðan en einnig má óska eftir frekari upplýsingum hjá Emmi, kallio@unfpa.org en allar umsóknir skal senda á nordic.office@unfpa.org