„Áhersla mín núna er menntun mín“

Mynd af Mariama. Andlit ásamt réttu nafni er leynt vegna persónuverndar og öryggis viðmælanda. Mannfjöldasjóður SÞ/Melvis Kimbi

„Áhersla mín núna er menntun mín“ segir fórnarlamb nauðgunar neydd til barneignar á barnsaldri sem berst nú gegn fordómum til þess að ljúka menntun sinni.

Í Moroni, höfuðborg Kómoreyja – „Ég fylgdi honum inni húsið. Ég vissi ekki að hann myndi nauðga mér.“

Þegar Mariama* var einungis 13 ára var henni nauðgað af nágranna sínum eftir að hafa komið heim úr skólanum. Níu mánuðum síðar varð hún móðir þrátt fyrir að vera sjálf barn. Rúmlega 17 prósent kvenna á Kómoreyjum hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi og yfir 30 prósent stelpna eru giftar á barnsaldri samkvæmt Mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA).

„Síðastliðið ár tókum við á móti 173 tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi og þar á meðal voru 162 gagnvart ungum stelpum undir 17 ára aldri.“ – segir Said Ahamed Said frá Heilbrigðisráðuneyti Kómoreyja.

Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir miklu áfalli og mikilli hræðslu í kjölfar nauðgunarinnar var Mariama staðráðin í leit sinni að hjálp og réttlæti. Hún leitaði til þjónustumiðstöðvarinnar Hlustun og verndun (e. Listening and Protection Services) sem veitir konum og börnum stuðning sem hafa orðið fyrir ofbeldi en slík þjónustumiðstöð er studd af Mannfjöldasjóði SÞ og er hún staðsett í höfuðborginni Moroni.

Miðstöðin veitti Mariama læknis- og lögfræði aðstoð og fylgdi málinu eftir allt til handtöku gerandans. Miðstöðin á Kómoreyjum ásamt annarri þjónustu á alþjóðavísu er eitt af úrræðum Mannfjöldasjóðs SÞ sem hjálpa fórnarlömbum að endurbyggja líf sitt. En vegna félagslegra fordóma er erfitt fyrir fórnarlömb eins og Mariama að tilkynna ofbeldi og leita sér hjálpar.

Mynd af leiðbeinanda frá þjónustumiðstöðunni eiga samtal við Mariama. Mannfjöldasjóður SÞ/Melvis Kimbi

„Það er tabú að kona tilkynni ofbeldi. Ef hún deilir enn heimili með manninum sínum þá er ekki algengt að tilkynnt sé. Konurnar hafa litlar sem engar tekjur og það er engin félagsþjónusta sem sinnir slíkum málum, né staður þar sem þær geta sótt öruggt húsaskjól“ segir Said Ahamed Said.

Mannfjöldasjóður styður miðstöðina á Kómoreyjum meðal annars með því að veita aðstoð við fæðingar, getnaðarvarnir, stuðning og umönnun fórnalamba nauðgunar, skimun fyrir kynsjúkdómum, og tilvísanir til læknisþjónustu. Síðan 2021 hefur Mannfjöldasjóður SÞ einnig sent sálfræðing til að veita sálfræðilegan stuðning til kvenna og stúlkna sem þurfa að sjá um fjölskyldur sínar sjálfar.

Þrátt fyrir að hafa brotið á barni var nauðgari Mariama látinn laus eftir að hafa afplánað einungis eitt ár.

„Ég sé hann enn í hverfinu okkar, en ég held mér fjarri eða fer aðra leið. Ef hann reynir að tala við mig, þá svara ég ekki“

Þrátt fyrir mikinn ótta að verða fórnarlamb ofbeldis aftur þá heldur Mariama því staðfestu að nú sé áherslan menntun hennar en hana langar að verða lögfræðingur.

Mannfjöldasjóður SÞ vinnur að því að fylgjast með og binda enda á hvers kyns ofbeldi gegn konum og stúlkum í Kómoreyjum og á alþjóðavísu með því að styrkja getu samstarfsaðila, koma á gjaldfrjálsri ábendingalínu þar sem fórnarlömb geta kallað eftir aðstoð og styðja við læknis- og lögfræðiaðstoð.

Á nýlegum hliðarviðburði á 77. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var lögð rík áhersla á mikilvægi þess að tryggja ábyrgð á kynferðisofbeldi en með því er lögð áhersla á nauðsyn þess að einblína umfram allt á þarfir og réttindi fórnarlamba.

„Kynferðisofbeldi er ekki óumflýjanlegt,… Við getum ekki leyft því að verða eðlilegt undir neinum kringumstæðum. Þetta er alþjóðlegt neyðarástand sem krefst fullrar skuldbindingu okkar, samvinnu og virkni: Konur og stelpur geta ekki beðið lengur.“ – Dr. Natalia Kanem Framkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs SÞ

 

*Nöfnum hefur verið breytt til  að tryggja persónuvernd og öryggi viðmælenda.

 

Heimildir:

https://www.unfpa.org/news/forced-early-motherhood-child-rape-survivor-comoros-fights-stigma-finish-school