Guterres hvetur til framlengingar og víkkunar skilmála vopnahlésins í Jemen

Starfsmaður IOM sést hér dreifa hjálparpökkum meðal fólks á flótta í Ma´rib, Jemen. Mynd: IOM/Rami Ibrahim

 

Vopnahlé í Jemen hefur verið framlengt tvisvar síðan það var sett á 2. apríl síðastliðinn. Þetta er lengsta tímaskeið friðar í Jemen síðan átökin færðust í aukana 2015 en mannfall hefur fallið um 60 prósent síðan vopnahléið byrjaði samkvæmt Öryggisráði SÞ. Vopnahléið endaði á sunnudaginn 2. október og hefur ekki ennþá verið framlengt þegar þessi frétt er skrifuð.

„Ég hvet eindregið  alla aðila tengt átökunum í Jemen að ekki einungis framlengja heldur víkka skilmála þess og gildistíma“ – Aðalframkvæmdastjóri SÞ António Guterres.

Ávinningar vopnhlésins hafa verið umtalsverð. Ekki hefur einungis ofbeldi gagnvart fólki í Jemen minnkað til munaðar, þá hefur það fengið betra aðgengi að nauðsynjum eins og eldsneyti og alþjóðaflug gat hafist á ný til og frá höfuðborg Jemen.

„Samt sem áður verður að koma meiru í verk til fullnýtingar þess, þar á meðal samning um enduropnun vega til Taiz“ í suðri og annarra svæða í Jemen ásamt því að byrja að greiða starfsmönnum ríkisþjónustunnar laun á ný til þess að bæta líf hins almenna borgara í Jemen sagði Guterres. Hann hvatti þá einnig til þess að grípa tækifærið sem loksinsgæfi möguleika til þess að koma aftur á stöðugleika:

„Grípum þetta tækifæri. Þetta er tækifærið til að byggja á þeim ávinningi sem náðst hefur og vinna á ný samkvæmt því alhliða pólítíska ferli til að ná samkomulagi um að binda enda á þessi átök.“

Um hundrað þúsunda manna hafa látið lífið í styrjöldinni sem hefur geisað síðan um 2014 og því sem Sameinuðu þjóðirnar kalla eina verstu mannúðarkrísu heims.

 

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2022/09/1129092