WHO og ILO kalla eftir aðgerðum til að sporna við andlegum vandamálum á vinnustöðum

Á dögunum gaf WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnun SÞ út nýjar leiðbeiningar varðandi meðhöndlun andlegra vandamála á vinnustað ásamt hagnýtum aðferðum til meðferðar starfsmanna og kollega sem mögulega glíma við geðræn vandamál.

WHO hefur gefið þau tilmæli að best sé að tækla vandamálið við rótina með því að sporna við miklu vinnuálagi, neikvæðu atferli og öðrum þáttum sem auka stress og vanlíðan á vinnutíma. Þetta er í fyrsta skiptið sem WHO mælir með því að senda stjórnendur fyrirtækja og stofnana í þjálfun til styrkingar þeirra, svo hægt sé að takast á við og koma í veg fyrir þróun vinnuaðstæðna sem ýta undir mikið álag og kvíða starfsfólks. ILO, Alþjóðavinnumálastofnun SÞ ásamt WHO gaf einnig út aðskilda stefnuskrá með hagnýtum tilmælum og ráðum fyrir ríkisstjórnir, vinnuveitendur, starfsmenn og stofnanir, bæði í opinbera- og einkageiranum.

Fólk frá Ghana í Accra sjást hér útbúa skyrtur til útflutnings í Dignity DTRT verksmiðjunni. Mynd: Dominic Chavez/World Bank

Samkvæmt alþjóðaskýrslu WHO um andlega heilsu 2021, býr yfir milljarður manna með andleg vandamál og 15% fólks á vinnualdri glíma við geðröskun. Kvíðavaldandi vinnuaðstæður ásamt fordómum og misrétti á vinnustað auka álag þessa fólks verulega. Heimsfaraldur Covid-19 hefur þess að auki einungis ýtt undir þessi vandamál en samkvæmt skýrslunni jókst almennur kvíði og þunglyndi á heimsvísu um fjórðung eftir að faraldurinn hófst. Samt sem áður er enn þá mikið tabú að ræða geðræn vandamál og þær áskoranir sem felast í að vinna með og komast til móts við þá sem glíma við slík vandamál á vinnustöðum.

“Á tímum þar sem fólk eyðir stórum hluta síns lífs í vinnunni er mikilvægt að tryggja öruggt og heilbrigt starfsumhverfi. Við verðum að fjárfesta í uppbyggingu forvarnarmenningar sem spornar við andlegum vandamálum á vinnustaðnum, endurmótar starfsumhverfið í þeim tilgangi að stöðva fordóma og félagslega einangrun, og tryggja að starfsmenn með geðræn vandamál finni vernd og stuðning“ – Framkvæmdastjóri ILO, Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, Guy Rider.

 

Heimildir:

https://www.who.int/news/item/28-09-2022-who-and-ilo-call-for-new-measures-to-tackle-mental-health-issues-at-work