Alþjóðaveðurfræðistofnun SÞ (WMO) gefur út bráðabirgða skýrslu

Þurrkar í Eþíópíu bitna harkalega á íbúum á sómalísku svæðunum. Mynd: UNICEF/Raphael Pouget

Á dögunum gaf Alþjóðaveðurfræðistofnun SÞ (WMO) út bráðabirgða skýrslu þar sem fram kemur að hraði á hækkun yfirborði sjávar hefur tvöfaldast síðan 1993 og að vísbendingar séu til staðar um áður óþekkta bráðnun jökla í evrópsku Ölpunum. Lokaskýrslan kemur út næsta vor, en bráðabirgða útgáfa af henni var gefin út af WMO í tilefni COP27.

„Með meiri hlýnun fylgja verri áhrif… Við höfum svo hátt stig af koltvíoxíð í andrúmsloftinu núna að lægra markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður er varla innan seilingar. Það er nú þegar of seint fyrir marga jökla og bráðnun mun halda áfram um hundraðir ef ekki þúsundir ára, með töluverðum afleiðingum þegar við kemur vatnsöryggi“ er haft eftir framkvæmdastjóra WMO, Petter Taalas.

Afleiðingar hnatthlýnunar eru alþjóðlegar. Alparnir hafa misst um 3 til 4 metra af skógarþykkni að meðaltali, hækkun og hlýnun sjávar hefur veruleg áhrif á menn jafnt sem sjávarlíf, þá hefur mataröryggi minnkað á viðkvæmum stöðum af völdum uppskerubrests, öfgakennt veðurfar ógnar mannslífum og hækkun hitastigs er byrjað að hafa bersýnileg áhrif um heim allan.

„Við verðum að svara neyðarkalli plánetunnar með aðgerðum, metnaðarfullum og trúverðugum loftslagsaðgerðum… COP27 verður að vera staðurinn – og nú verður að vera rétti tíminn“ sagði aðalframkvæmdastjóri SÞ, António Guterres í tengslum við skýrslu WMO og upphaf loftlagsráðstefnunnar COP27.

Fyrir áhugasama er bráðabirgðarskýrsla WMO aðgengileg hér.

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2022/11/1130237