Flóaskóli í Flóahreppi er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 15 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og átta framhaldsskólar.
Í skólastefnu Flóahrepps er lögð áhersla á að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en eitt af meginþemum UNESCO-skóla er vinna með heimsmarkmiðin. Auk þess leggja UNESCO-skólar áherslu á alþjóðasamvinnu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna og frið og mannréttindi. Skólar fá aðgang að vönduðu og fjölbreyttu námsefni sem fellur vel að grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá, auk þess sem þeim gefst færi á að vinna með innlendum sem og erlendum skólum, og að taka þátt í ráðstefnum víða um heim.
Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu.
VELKOMINN Í HÓPINN FLÓASKÓLI!