Flóttamannafulltrúi SÞ biðlar til heimsins að vinna að lausnum við ríkisfangsleysi
„Svipt um grundvallarmannréttindi þjóðernis eru þau sem eru fædd eru ríkisfangslaus eða gerð ríkisfangslaus standa frammi fyrir skelfilegu lagalegu limbói. Það kemur í veg fyrir að þau fái að njóta grundvallarmannréttinda sinna ásamt fullri þátttöku í samfélaginu. Líf þeirra einkennist af útskúfun, sviptingu og jaðarsetningu“ – segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Saminuðu þjóðanna (UNHCR/United Nations High Commissioner for Refugees).
Ríkisfangsleysi er alþjóðlegt vandamál sem hefur stórtæk áhrif á fleiri en 4,3 milljónir manna á heimsvísu. Þetta er mannréttindamál sem SÞ þurfa að taka sterkara á, er haft eftir Filippo Grandi á áttunda afmælisdegi alþjóðlegu herferðarinnar #Ibelong, til þess að útrýma ríkisfangsleysi.
Fjölskylda sem hafði áður verið ríkisfangslaus sést hér sýnir nýfengin skilríki sín á heimili sínu í Dushanbe, Tadsjikistan. Mynd: UNHCR/Didor Saidulloyev
„Þó að við höfum séð góða þróun á seinustu árum þá þurfum við að leysa þetta vandamál sem hrjáir mannkynið, þörf er á mun öflugri pólitískri skuldbindingu og fyrirhöfn til að bæta líf þessa milljónir manna sem lifa við ríkisfangsleysi og lifa á jaðrinum“ – Filippo Grandi.
Alþjóðasamfélagið hefur sett þá kröfu að bera kennsl á og vernda ríkisfangslaust fólk, ásamt því að koma í veg fyrir og draga úr ríkisfangsleysi á alþjóðavísu. Í þeim tilgangi hóf Flóttamannastofnun SÞ #IBelong herferðina til 10 ára árið 2014, til að vekja athygli á og safna stuðnings til lausnar á ríkisfangsleysi.
Síðan herferðin hófst 2014 hefur mikilvægur árangur áunnist í að leysa ríkisfangsleysi alþjóðlega. Tæp 450 þúsund fólks sem voru áður án ríkisfangs hafa fengið viðurkennt eða veitt ríkisfang og tugir þúsunda hafa núna leið til ríkisborgararétts þökk sé víðtækum breytingum á lagakerfum á alþjóðavísu. Auk þess hafa tengiliðir verið stofnaðir milli fólks án ríkisfangs og unnið hefur verið að lagabreytingum til að auka jafnrétti kynjanna til að öðlast ríkisfang.
„Svo lengi sem ríkisfangsleysi er alþjóðlegt vandamál, af mörgum mismunandi orsökum, að þá er það eitthvað sem hægt er að koma í veg fyrir, oft með mjög einföldum, staðbundnum lausnum… Ég biðla til ríkisstjórna og löggjafa um allan heim að fullnýta næstu tvö ár herferðarinnar til þess að flýta fyrir aðgerðum og loka laga- og stefnumörkunum sem enn skilja milljónir manna eftir á jaðrinum“ sagði Filippo Grandi í tilefni dagsins.
Þess má geta að í janúar 2021 gerðist Ísland aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu ríkisfangslausra frá 1954 og 1961 en þeir öðluðust svo gildi í apríl sama ár. Ásamt alþjóðlegum flóttamanna- og mannréttindalögum mynda þeir alþjóðlegan lagaramma til að takast á við ríkisfangsleysi. Aðildin sem og þau fjölmörgu önnur skref sem Ísland hefur tekið ryðja brautina fyrir útrýmingu ríkisleysis í landinu. Ísland er þannig í sérstöðu til þess að ná að uppræta ríkisfangsleysi.
Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að læra meira um #IBelong herferðina hérna.