Mannúðarstofnanir SÞ kalla eftir sterkari stuðning til að afstýra hungursneyð á Horni Afríku

Barn fær aðstoð við alvarlegri vannæringu á heilsugæslustöð í Burao, Sómalíu. Mynd: UNICEF/ Sebastian Rich

Þörf er á sterkari samhug og samstöðu á heimsvísu til að takast á við miklar mannúðaráskoranir á Horni Afríku þar sem tugir milljónir manna hafa þolað langvarandi hungursneyð. Þrátt fyrir þessar alvarlegu aðstæður og hingnandi mataröryggi á skaganum hafa viðbragðsáætlanir einungis fengið helming þess fjárstuðnings sem nauðsynlegt er til að koma þeim í fulla framkvæmd.

„Þrátt fyrir óvissu sem fylgir úrkomuspám þá er það víst að brýn þörf liggur fyrir alþjóðlegum stuðningi og samstöðu til að afstýra hungursneyð“

segja samstarfsaðilar SÞ og Samræmingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum (OCHA) varðandi stöðuna á Horni Afríku. Undirstrikuðu þau þá einnig mikilvægi þess að ekki megi endurtaka þær hörmungar sem áttu sér stað árið 2011 þar sem yfir 260 þúsund manns létust af völdum þurrka í Austur-Afríku.

Hungursneyð snertir öll stig samfélaga og þar á meðal ekki síst börnin. Talið er að tæplega 7,5 milljónir barna undir 5 ára glími við vannæringu, og þar á meðal um 1,8 milljónir sem takast á við hana af alvarlegustu gerð. Einnig hafa kannanir gerðar milli mars og júní á árinu sýnt fram á að dánartíðni barna hefur hækkað markvisst og hefur nú náð yfir 2 af hverjum 10 þúsund hjá börnum undir 5 ára aldri.

Barn fær vítamínbætt jarðhnetumauk í fangi móður sinnar. Mynd: UNICEF/Taxta

Heilsa fólks á svæðunum hefur einnig orðið fyrir verulegum áhrifum af völdum hungursneyðar og þurrka þar sem yfir 23 milljónir manna þola nú vatnskort og um 1,7 milljónir manna hafa flúið heimili sín í leit að mat, vatni og öðrum nauðsynjum. Þessar aðstæður hafa neytt konur og börn til að ganga mun lengri vegalengdir til að ná sér í neysluvatn en ella sem eykur til muna líkur á að þau verði fyrir ofbeldi eða misnotkun.

Gert er ráð fyrir að aðstæður munu aðeins versna á svæðunum þar sem regnfall hefur verið lítið síðan í október og veðurfræðingar hafa spáð að það muni halda áfram næstu mánuði.

„Það er áhyggjuefni að það sé víðtæk samstaða meðal veðurstofnana um að það séu miklar líkur á áframhaldandi regnfalli undir meðallagi það sem eftir er núverandi tímabils, sem mun leiða til fordæmalausrar fimmtu verstu árstíð í röð“ – segja samstarfsaðilar SÞ og OCHA

Alþjóðlegar stofnanir ásamt ríkjum heimsins verða að styðja þessi lönd á Horni Afríku af meiri krafti þar sem að bati eftir þurrka af þessari stærðagráðu mun taka mörg ár, með mikill þörf á mannúðaraðstoð sem fram undan mun aðeins aukast árið 2023.

 

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2022/11/1130292?fbclid=IwAR2YpdO51KxyFzMGWQY0Q8YI3OezSwQbVxR9x8xJEAjk0F5rup5AYlh7SUE