Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur að frumkvæði mennta-og barnamálaráðuneytisins um skólaverkefni Landverndar, UNICEF og Félags Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin sem um ræðir hafa mikil samlegðaráhrif og því var ákveðið að leita leiða til að auðvelda skólum innleiðingu á viðkomandi verkefnum.
Landvernd er með verkefnið Skólar á grænni grein, UNICEF er með Réttindaskólana og Félag Sameinuðu þjóðanna er með UNESCO skólaverkefnið. Mennta- og barnamálaráðuneytið styrkir öll verkefnin með samstarfssamningum og því var ákveðið að sameina krafta félaganna að einhverju leyti.
Á fundinum sagði Andrea Anna Guðjónsdóttir frá verkefninu Skólar á grænni grein, Sigyn Blöndal sagði frá starfi Réttindaskólanna og Kristrún María Heiðberg sagði frá starfi UNESCO skólanna. Að því loknu voru fulltrúar hvers skólastigs með kynningu og sögðu frá innleiðingunni í sínum skólum.