Uppgjör COP27

„Þetta COP hefur tekið mikilvæg skref í átt að réttlæti. Ég fagna þeirri ákvörðun að stofna hamfarasjóð (e. Loss and damage fund) og koma honum í gagnið á komandi tímabili“ – Aðalframkvæmdastjóri SÞ António Guterres

Framkvæmdastjóri SÞ António Guterres. Mynd: Alþjóðaloftslagsráð SÞ/Kiara Worth

Stofnun hamfarasjóðs var samþykkt eftir harðar samningaviðræður þar sem einkum fulltrúar þróunarlanda biðluðu lönd heims að veita nauðsynlega hjálp til þeirra landa sem eru hvað viðkvæmust fyrir áhrifum loftslagsbreytinga.

Forseti COP27 og utanríkisráðherra Egyptalands Sameh Shoukry sagði í tengslum við stofnun sjóðsins að

„Heimurinn fylgist með, og ég hvet ykkur öll til að standa undir þeim væntingum sem heimssamfélagið hefur sett okkur, og sérstaklega af þeim sem eru viðkvæmastir og hafa samt lagt minnst af mörkum til loftslagsbreytinga„

Framkvæmdastjóri rammasamning SÞ um loftlagsbreytingar Simon Stiell bætti við með lokorðum sínum á ráðstefnunni að„Á COP27… höfum við ákveðið um veg áfram með það samtal um fjármögnun hamfarasjóðs.„

Baráttan fyrir 1,5 gráðum heldur áfram

Þrátt fyrir að samkomulag um þessi mál hafi verið talið kærkomið skref í rétta átt, virtist lítil hreyfing fram á við í öðrum mikilvægum málum, einkum varðandi það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í áföngum, og herða málfar um nauðsyn þess að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráður. Guterres minnti þjóðir heims á mikilvægi þess að viðhalda krafti í loftslagsaðgerðum til að uppfylla þau loforð sem gerð voru með Parísarsáttmálanum:

„Við verðum verulega að minnka losun gróðurhúsaloftegunda núna – og það er málefni sem COP tók ekki á.„

Einnig yrðu ríki heimsins að uppfylla loforð sem gefin voru um 100 milljarða árlegan styrk til þróunarlanda til að fást við loftslagsbreytingar og áhrif þeirra og ítrekaði einnig mikilvægi þess að breyta viðskiptamódelum fjölþjóðlegra þróunarbanka og alþjóðlegra fjármálastofnana.

“Þeir verða að sætta sig við meiri áhættu og nýta kerfisbundið einkafjármagn til þróunarlanda með sanngjörnum kostnaði,” sagði hann að lokum.

Afrek COP27

Mótmæli við COP27, Egyptalandi. Mynd: Alþjóðaloftslagsráð SÞ/Kiara Worth

COP27 kallaði saman yfir 35 þúsund manns af öllum stigum ríkisstjórna, áhernafulltrúa, aðgerðarsinna og borgaralegs samfélags. Þar voru rædd mikilvæg málefni varðandi lofslagsaðgerðir og skýrslur gefnar út varðandi þær.

Í fyrsta skiptið gaf sérfræðingahópur á háu stigi utan ríkisstofnana út skýrslu sem gagnrýndi harðlega grænþvott af hálfu einkageirans og hins opinbera. Samkvæmt skýrslunni þá villir grænþvottur og veik loforð um kolefnahlutleysi almenningi fyrir raunaðgerðum þessara stofnana og grefur því undan loftslagsaðgerðum á heimsvísu.

Einnig tilkynntu SÞ stofnun nýrrar framkvæmdaáætlunar fyrir snemmbúnar viðvaranir fyrir alla. Þessi áætlun gerir ráð fyrir fjárfestingum uppá 3,1 milljörðum USD milli 2023 og 2027.

Síðan kynnti fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og þekktur loftslagsaðgerðarsinni, Al Gore með stuðningi Aðalframkvæmdastjóra SÞ um nýja óháða úttekt á losun gróðurhúsalofttegunda sem gefin er út af Climate TRACE Coalitition.

Hægt er að lesa um fleiri afrek COP27 og aðgerðir kynntar á ráðstefnunni hér.

 

 Heimildir:

COP27 closes with deal on loss and damage: ‘A step towards justice’, says UN chief | UN News