Þann 11 nóvember síðastliðinn átti sér stað morgunþing með óformlegri máta milli forseta 77. allsherjarþingsins Csaba Kőrösi, og fastafulltrúa Allsherjarþings SÞ, þar sem rætt var um ‘neitunarvald’ (e. Veto Initiative).
Viðfangsefnið var tekið upp af allsherjaþingi SÞ með samþykki ályktun 76/262 apríl 2022 í kjölfar að Rússar beittu neitunarvaldi sínu öryggisráði SÞ gegn tillögum er vörðuðu innrás þeirra í Úkraínu. Samkvæmt ályktun um neitunarvaldið að þá ber nú allsherjarþingi SÞ skyldu til að halda þing innan 10 daga eftir notkun þess meðal aðildarríkja öryggisráðs SÞ.
Í kjölfar morgunþingsins gaf forsetinn út formlegt bréf þann 28. nóvember sl. þar sem fram kemur samantekt af þeim lykilatriðum sem rædd voru. Meðal þess sem rætt var voru flókin atriði er varðar neitundarvaldið. Sumir sögðu að samþykki þess hafi leitt til aukins pólitísks kostnaðar fyrir beitingu þess á meðan aðrir héldu fram að neitunarvaldið leiði einungis til meiri sundrungar milli aðildarríkjanna.
Það er ekki nýtt að allsherjarþingið taki þátt í öryggismálum og því ber að halda því áfram ef aðstæður krefjast þess. Alþjóðleg stjórnmál og öryggisaðstæður eru ekki kyrrstæðar og aðstæður nútímans eru dæmigerðar um þróun neyðarástands um allan heim. Fulltrúar aðildarríkjanna voru öll sammála um að þær umræður sem eiga sér stað innan allsherjarþingsins eigi ekki að vera spegilmynd af þeim umræðum sem eiga sér stað innan öryggisráðsins. Þær umræður sem fari fram innan allsherjarþingins eigi að forðast sundrung og stöðvun samtals, og leiða að uppbyggilegum lausnum er varðar beitingu neitunarvaldsins.
Í lokaorðum bréfsins kallaði Csaba Kőrösi eftir að aðildarríki SÞ sýni pólítískan vilja og hugrekki.
„Í heimi sem stendur frammi fyrir flóknum og áður óþekktum neyðaraðstæðum, er meiri þörf en nokkru sinni fyrr að forysta og ákveðni allsherjarþingsins takist á við alþjóðlegar áskoranir sem þessar. Allsherjarþingið býr yfir þeim lagalegu og stjórnarlegu tækjum sem þarf til að koma nauðsynlegum aðgerðum í verk. Hafa aðildarríkin þann nauðsynlega pólitíska vilja og hugrekki sem þarf til þess?“
Heimildir: