
Síðastliðna 4 mánuði hafa að minnsta kosti 166 almennir borgarar látið lífið og 237 særst alvarlega af völdum harðnandi átaka milli vígasveita í Efra-Níl ríkinu í Suður Súdan.
„Þessi morð, ásamt fréttum um kynbundið ofbeldi, mannrán, eyðileggingu eigna og rán, eru alvarleg mannréttindabrot sem verður að stöðva“ sagði Mannréttindafulltrúi SÞ, Volker Türk í tengslum við þessa alvarlegu þróun á svæðinu.

Kynbundið ofbeldi hrjáir svæðið sem aldrei fyrr og því hefur Mansalsfulltrúi Mannréttindafulltrúa SÞ, Siobhán Mullaly kallað eftir meiri athygli og aðgerðum af hálfu ríkisstjórnar Suður-Súdan og alþjóðasamfélagsins:
„Á þessum tímamótum í friðar- og ríkiuppbyggingu í Suður-Súdan, er brýnt að koma í framkvæmd aðgerðum sem koma í veg fyrir mansal og til að vernda eftirlifendur, og þar á meðal sérstaklega konur og börn… Átakatengt kynbundið ofbeldi, þar á meðal mansal, er enn alvarlegt mál… Það er þörf á áframhaldandi athygli á þessum hættum sem börn standa frammi fyrir í tengslum við vopnaða hópa og vígasveita, og þar á meðal vegna kynferðisofbeldis og mansals sem einnig er tengt átökum.“

Til að koma í veg fyrir þessa alvarlegu þróun í Suður-Súdan kallar Volker Türk eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu stjórnvalda:
„Það er mikilvægt að ríkisstjórn Suður Súdan komi tafarlaust í framkvæmd ítarlegri og hlutlausri rannsókn á ofbeldinu og draga gerendur til ábyrgða… [og] ég hvet alla þá sem eiga hlut í þessu tilgangslausa ofbeldi að leggja niður vopn sín og taka þátt í viðræðum og takast á við og leysa úr átökunum friðsamlega“
Heimildir:
https://news.un.org/en/story/2022/12/1131712