Ráðstefna SÞ um líffræðilegan fjölbreytileika: COP15 í Montreal, Kanada.

Talið er að um ein milljón dýrategunda séu í útrýmingarhættu: COP15

Ráðstefna SÞ um líffræðilegan fjölbreytileika (COP15) lauk í dag 19. desember en niðurstaða ráðstefnunnar er betri en talið var að myndi nást fyrir aðeins örfáum dögum síðan. Skrefið sem snýr að samkomulagi um að vernda 30 prósent af landsvæðum plánetunnar, strandsvæðum og innhöfum fyrir lok áratugarins, er þó talið vera aðeins fyrsta skrefið í að endurstilla samband okkar við náttúruna að mati Inger Andersen, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar SÞ, UNEP. 

Tegundir í útrýmingarhættu eru um milljón og ef sú fjölgun heldur áfram mun það setja vistkerfi sem nauðsynleg eru til viðhalds heilsu og líf manna á plánetu okkar í verulega hættu. Vistkerfi heims eru flókin kerfi þar sem litlar breytingar geta haft mikil áhrif sem geta ekki öll verið löguð af mönnum. Meginmagn ávísaðra lyfja í iðnvæddum löndum eru til að mynda framleidd úr náttúrulegum efnum tekin úr dýra- og plöntuafurðum, og milljarðir manna á þróunarsvæðum reiða sig fyrst og fremst á hefðbundin lyf unnin úr plöntum.

Tap dýrategunda getur líka haft alvarleg áhrif á vísindastarf til betrunar heilsu og lífs manna. ‘Tilraunastofa náttúrunnar’ hefur starfað um milljarðir ára allt frá upphafi lífs á plánetu okkar og leyst ýmis vandamál sem hrjá enn þá mannkynið. Tökum sem dæmi ísbjörninn sem hefur orðið táknmynd ístaps og tegundataps vegna loftslagsbreytinga. Þrátt fyrir að sofa hálft árið og safna verulegri fitu yfir sumartímann þá eru ísbirnir ónæmir fyrir sykursýki 2 sem hrjáir milljónir manna á heimsvísu og er spáð að hrjá muni um 700 milljónir manna fyrir 2045.

Mynd: Unsplash/ Hans-Jurgen-Mager

Eins og með ísbjörninn þá er aðal ástæðan fyrir þessu alvarlega tegundatapi loftslagsbreytingar. Ef við breytum ekki lífsháttum okkar og minnkum notkun á jarðefnaeldsneyti verulega er áætlað að um fjórðungur af öllum landdýrategundum verði í útrýmingarhættu fyrir 2050. Einnig verða dýrategundir í sjó og ferskvatni settar í verulega hættu, og þar af sérstaklega þær sem lífa á kóralrifum, en ekki er enn búið að reikna endanlegu áhrif loftslagsbreytinga á þær tegundir.

Helsta áskorun stofnana og samtaka sem vinna að því að vernda líffræðilegan fjölbreytni á heimsvísu er að sannfæra þau sem sjá um ákvörðunartöku og samfélagið í heild að mannlegt líf og heilsa reiðir sig á heilbrigða jörð og vistkerfi. Jafnvel hagkerfi mannsins eru háð vistkerfum þar sem um helmingur heimsframleiðslu (44 trilljónir USD) kemur úr náttúrunni. Í samanburði eru áætlað að þurfi 700 milljarða USD árlega til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á heimsvísu sem er nauðsynleg fjárfesting fyrir alla menn – alls staðar.

Menn geta ekki lifað að fullu án náttúrunnar. Því verðum við sem heild að vinna að því að vernda allar þær plöntur, dýr og örverur sem við deilum þessari plánetu með, því það eru þessar lífverur sem reisa þau nauðsynlegu stoðkerfi sem gera allt líf – og þar með talið mannlíf – mögulegt.

 

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2022/12/1131682

https://www.naturestoolkit.com/_files/ugd/69fcc6_a11a5b6be7014c66be69d749ccd21ba4.pdf