Aðalframkvæmdastjóri SÞ hefur „fullt traust“ á lýðræðislegum styrk Brasilíu og Mannréttindafulltrúi SÞ kallar eftir aðgerðum af hálfu leiðtoga Brasilíu

 

Brasilía, höfuðborg Brasilíu. Mynd: UNESCO/ Vincent Ko Hon Chiu

„Ég fordæmi árásina gegn lýðræðislegum stofnunum Brasilíu sem áttu sér stað í dag. Virða verður brasilísku þjóðarinnar og stofnana landsins. Ég er fullviss að svo verði. Brasilía er gott lýðræðislegt land.“

 

Í athugasemdum við fréttamenn sagðist Guteres vera í áfalli yfir þessum árásum í ljósi niðurstöðu lýðræðislegar kosningar. Samt sem áður hefur Guterres ennþá

„fulla trú á því að Brasilía getur leyst úr þessu ástandi…[og] lýðræðislegir ferlar Brasilíu munu halda áfram ótrautt.“

Aðalframkvæmdastjóri SÞ, António Guterres talar við fréttamenn um árásir á lýðræðislegar stofnanir Brasilíu. Mynd: UN News/ Daniel Johnson

Mannréttindafulltrúi SÞ, Volker Türk var einnig brugðið vegna atburðanna síðasta sunnudag og fordæmdi árásirnar á lýðræðislegar stofnanir Brasilíu:

„Ég fordæmi þessa árás á hjarta brasilíska lýðræðisins… [og] þetta er ris viðvarandi staðreyndaröskunar og hvatningu til ofbeldis og haturs af hálfu pólitískra, félagslegra og efnahagslegra aðila sem kynt hafa undir andrúmsloft vantrausts, sundrungs og eyðileggingu með því að hafna niðurstöðu lýðræðislegrar kosningar.“

Volker kallaði einnig eftir aðgerðum gegn óupplýsingum og hvatti leiðtoga Brasilíu til að styrkja lýðræðislegar stoðir landsins:

„Óupplýsingar og misbeiting verður að stöðva. Ég hvet brasilíska leiðtoga vísvegar um pólitíska litrófs Brasilíu til að vinna saman að því að endurheimta traust á lýðræðislegum stofnunum, og stuðla að opinberri umræðu og þátttöku… [og] stofnun mín er tilbúin í að styðja við ríkisstjórnina í að tækla við mannréttindabrot sem hrjá Brasilíu “

Mannréttindafulltrúi SÞ Volker Türk. Mynd: UN Photo/Manuel Elías

SÞ Sendiherra Brasilíu, Ronaldo Costa Filho sagði að ríkisstjórn hans væri þakklát fyrir stuðningsorð Guterres, Volker og stofnana SÞ.

„Við erum fullviss um að styrkur brasilískra stofnana muni gera okkur kleift að sigrast á ofbeldisfullum og eftirsjáverðum atvikum gærdagsins… [og] leyfa okkur að halda áfram ótrautt innan styrks lýðræðislegra stofnana okkar“ – Ronaldo Costa Filho

 

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2023/01/1132297