Afrek Montreal-sáttmálans – SÞ sérfræðingar telja að ósónlagið muni ná sér innan 40 ára

Ósónlag jarðar okkar sést hér utan úr geimi. Mynd: NASA

Samkvæmt nýrri skýrslu sem gefin er út í samvinnu Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ, Umhverfisstofnunar SÞ, NASA, Viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB hefur notkun efna sem ógna ósónlaginu minnkað um 99%  síðan Montreal-sáttmálinn var undirritaður fyrir 35 árum síðan og því stuðlað verulega að endurnýjun ósónlagsins. Í skýrslunni kemur einnig fram að ef núverandi stefnur varðandi notkun þessara efna haldi gildi þá er áætlað að ósónlagið mun ná sér að fullu innan 40 ára.

Montreal-sáttmálinn var undirritaður í september 1987 og er merkilegt fordæmi um alþjóðlegan umhverfissamning sem setti reglur og stefnur fyrir notkun og framleiðslu 100 manngerðra efna sem flokkuð eru sem ósóneyðandi efni.

Þetta mikla afrek alþjóðasamfélagsins þjónar einnig baráttunni gegn hlýnun jarðar með því að hafa hjálpað til við að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um hálfa gráðu og veita okkur:

„fordæmi fyrir loftslagaðgerðum. Árangur okkar við að útrýma ósónætandi efnum í áföngum sýnir okkur hvað hægt er að gera og hvað brýnt sé að koma í aðgerð, til að færa okkur frá notkun jarðefnaeldsneyta, draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og þannig takmarka hlýnun“ – Petteri Taalas, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ.

Aðalframkvæmdastjóri SÞ António Guterres, tók undir orð Petteri og sagði þetta mikla afrek vera hvetjandi fordæmi um hverju heimurinn getur áorkað þegar við vinnum saman.

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2023/01/1132277

Skýrslan:

https://ozone.unep.org/system/files/documents/Scientific-Assessment-of-Ozone-Depletion-2022-Executive-Summary.pdf