Fundað um skólaverkefni

Árið 2022 var settur á laggirnar samráðsvettvangur að frumkvæði mennta-og barnamálaráðuneytisins um skólaverkefni Landverndar, UNICEF og Félags Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin sem um ræðir hafa mikil samlegðaráhrif og því var ákveðið að leita leiða til að auðvelda skólum innleiðingu á viðkomandi verkefnum. Hópurinn fundaði aftur í lok síðasta árs og er stefnan að halda þeirri vinnu áfram.

Félag Sameinuðu þjóðanna er með UNESCO skólaverkefnið, Landvernd er með verkefnið Skólar á grænni grein og UNICEF er með Réttindaskólana. Mennta- og barnamálaráðuneytið styrkir öll verkefnin með samstarfssamningum.

Á myndinni má sjá fulltrúa frá Félagi Sameinuðu þjóðanna, Landvernd og UNICEF,  ásamt sérfræðingum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.