Heimurinn þarf frið árið 2023 „meira en nokkru sinni fyrr“ segir Aðalframkvæmdastjóri SÞ

Frá Afganistan til Úkraínu hefur 2022 verið erfitt ár fyrir mannkyn allt. Metfjöldi fólks hefur misst heimili sín, átök og stríð hrjá heilu löndin og kynbundið ofbeldi hefur aukist markvisst á vissum svæðum. Í tengslum við þessa slæmu þróun sagði Aðalframkvæmdastjóri SÞ António Guterres í nýárávarpi sínu að„Í gegnum 2023 þurfum við frið, meira en nokkru sinnu fyrr. Friður hvert við annað sem er áunninn með samræðum til að binda enda á átök. Friður við náttúruna og loftslag okkar, til uppbyggingar sjálfbærari heims.“

Guterres bætti við að friður er einnig nauðsynlegur til að tryggja reisn og öryggi kvenna og stúlkna og að okkur beri að vernda grundvallarmannréttindi þeirra jafnt sem mótmælendur og aðra samfélagshópa. Við þurfum líka að tryggja frið á netinu og koma í veg fyrir útbreiðslu falsupplýsinga og samsæriskenninga þannig að allir samfélags- og jaðarhópar geti notið internetsins „án hatursorðræðu og misnotkunar“.

Guterres endaði nýársávarp sitt með friðarákalli:

„Saman, skulum við gera 2023 að árinu þar sem friður er endurreistur í lífi, heimilum og heimi okkar.“

Aðalframkvæmdastjóri SÞ António Guterres sést hér í heimsókn á flóttamannamiðstoð í Moldóvu árið 2022. Mynd: UN Photo/Mark Garten

 

 

Heimildir:

https://news.un.org/en/story/2022/12/1132062