Valdefling kvenna á Amason svæði Brasilíu

Lutana Ribeiro eini kvenkyns höfðingi Parque das Tribos. Mynd: UNFPA Brasilíu/Isabela Martel 

Lutana Ribeiro er eini kvenkyns höfðingi Parque das Tribos, þar sem um 4.500 manns búa. Parque das Tribos er frumbyggjahverfi í Manaus, höfuðborg Amazona fylkis í Brasilíu. Ribeiro er dyggur mannréttindasinni og er vel þekkt í sínu samfélagi.

Ég hef séð breytingu á konum sem höfðu ekkert hugrekki áður og grétu úti í horni af hræðslu

Ribeiro stóð nýlega fyrir vinnustofum UNFPA fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, en um 50 konur á svæðinu mættu í vinnustofurnar. “Ég hef séð breytingu á konum sem höfðu ekkert hugrekki áður og grétu úti í horni af hræðslu” segir Lutana Ribeiro. Lutana segir einnig að fáar konur hafi þorað að tala fyrsta daginn, en að með tímanum hafi flestar konur sagt eitthvað um sína reynslu.

Markmið vinnustofanna var að upplýsa konur frumbyggjasamfélaga um nauðsynlega vitneskju, og að þær myndu koma þeim upplýsingum áleiðis til fjölskyldu og vina. Börn voru á meðal þeirra sem mættu í vinnustofurnar, svo mæður þeirra gætu tekið þátt. “Þetta er mjög mikilvægt framtak fyrir okkur, svo við getum verið sterkari, og fengið stuðning í gegnum umræður og reynslu” sagði Ribeiro.

Í vinnustofunum var farið yfir mismunandi tegundir ofbeldis, konurnar voru upplýstar um nálæg félagslegar stofnanir, en einnig var farið yfir Maria da Penha hegningarlögin sem tóku gildi árið 2006. Samkvæmt Maria da Penha lögunum má handtaka árásarmann sem brýtur á konu eða stúlku, og halda honum föngnum ef talið er að líf konunnar sé í hættu.

Íbúar Amason svæðisins standa frammi fyrir sérstökum áskorunum vegna þess hve dreifbýlt og einangrað svæðið er. Aðgangur að opinberri þjónustu er af skornum skammti, þar á meðal upplýsingar og aðstoð í tengslum við kynbundið ofbeldi, kynheilbrigði og kynfræðslu.

“Ofbeldi gegn konum er ekki óalgengt í Parque das Tribos . . . Sem leiðtogi hef ég upplifað margt. Konur hafa bankað upp á hjá mér og beðið um hjálp”. Ribeiro segir konurnar hafa valdeflast með þátttöku í vinnustofunum, og að þær hafi verið mjög áhugasamar um að deila sinni reynslu, eftir annan daginn með UNFPA teyminu. “Eftir dag tvö í vinnustofunum sögðu konurnar nóg komið af ofbeldi og að mennirnir myndu ekki lengur gera það sem þeim sýnist við konur, því nú séu þær sterkari”.

Konurnar taka þátt í umræðum sem er stýrt af teymi UNFPA annan dag vinnustofanna. Mynd: UNFPA/Isabel Martel

 

Heimildir:  UNFPA