Hópur íslenskra sérfræðinga í aðgerðastjórnun í rústabjörgun á hamfærasvæðum lentur á Tyrklandi

Hópur íslenskra sérfræðinga í aðgerðastjórnun í rústabjörgun á hamfærasvæðum  flaug til Tyrklands í gærkvöldi og lenti þar um kl 4 í nótt að íslenskum tíma. Upphaflega átti flugvél Landhelgisgæslunnar að fljúga með hópinn í gærdag, en vegna veðurs þurfti að fresta fluginu til næsta dags. En þar sem hver mínúta skiptir máli í hamförum sem þessum, var samið við Icelandair um að flytja hópinn til Tyrklands eins fljótt og hægt er, í gærkvöldi.

 

Á Gaziantep-flugvelli. Mynd: Landsbjörg

 

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sent út neyðarkall eftir aðstoð, og hafa viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna og Atlandshafsbandalagsins gegnt mikilvægum þætti í að koma hjálparbeiðnum áleiðis. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða við hjálpar- og björgunarstarfið í Tyrklandi, en einnig styðja fórnarlömb sem eiga um sárt að binda, í gegnum alþjóðleg hjálparsamtök.

 

Mynd: AFP/Adem Altan

Hópurinn sem fór til Tyrklands er sérfræðingasveit sem starfar innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í hópnum eru aðgerðastjórnendur, verkfræðingar og stuðningsteymi. Ísland er þátttakandi samstarfsvettvangs á vegum Sameinuðu þjóðanna um rústabjörgun (INSARAG) og er sveitin á viðbragðslista hans. Íslenski hóp­ur­inn mun vinna að svæðis­stjórn á Gazi­an­tep-svæðinu með björg­un­ar­hópi frá Kat­ar.

 

Mynd: Landsbjörg

 

 

 

Heimildir: Stjórnarráð Íslands og MBL.