UNHCR lýsir yfir þakklæti vegna auka framlags Íslands til UNHCR árið 2022

Árið 2022 lagði Ísland fram tvöfalt hærra fjárframlag til UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) og er það stærsta fjárframlag sem Ísland hefur nokkru sinni lagt til UNHCR. Framlag Íslands var 4,2 milljónir bandaríkjadala sem eru um 600 milljónir íslenskra króna. Af framlaginu voru um 1,5 milljónir bandaríkjadala svokallað  óeyrnamerkt fjármagn, og er það þreföldun á slíku framlagi frá fyrra ári. 

„Þökk sé þessum fjármunum getum við aðstoðað flóttafólk, ekki aðeins við að finna öryggi, heldur einnig til að geta endurbyggt líf sitt með því að tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og lífsviðurværi. Sem lítið land er alþjóðleg þátttaka Íslands í flóttamannavernd öðrum innblástur,“ sagði Henrik M. Nordentoft fulltrúi UNHCR fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. „Við vonum að Ísland haldi áfram þessu mikilvæga verkefni og beiti sömu sterku skuldbindingu um vernd flóttafólks heima fyrir.“ 

Kateryna með tveggja ára son sinn. Hún flúði til Póllands með fjölskyldu sinni í mars 2022  © UNHCR/Anna Liminowicz
Kateryna með tveggja ára son sinn. Hún flúði til Póllands með fjölskyldu sinni í mars 2022 © UNHCR/Anna Liminowicz

Framlag Íslands er gífurlega mikilvægt fyrir starf UNHCR, sem vinnur að því að aðstoða og vernda flóttafólk sem neyðist til að yfirgefa heimili sín. Árið 2022 var sérstaklega slæmt, og þar spilaði stríðið í Úkraínu stóran þátt. Stríðið hrinti af stað stærstu og verstu flóttamannakreppu sem hefur átt sér stað síðan í Seinni heimstyrjöldinni. Tæplega 8 milljónir manna hafa flúið Úkraínu auk þess sem um 6 milljónir eru á flótta innanlands.  

Valentina, 83 ára, situr á rúmi sínu í flóttamannaskýli í Kraká, Póllandi. UNHCR/Anna Liminowicz
Valentina, 83 ára, situr á rúmi sínu í flóttamannaskýli í Kraká, Póllandi. UNHCR/Anna Liminowicz

„Með meira en 100 milljónir manna sem eru neyddar frá heimilum sínum um gjörvallan heim vegna stríðs, ofbeldis, ofsókna og mannréttindabrota, er mannúðar- og verndarþörf mikil. Við treystum á stuðning gjafalanda og á Ísland í því sambandi skilið viðurkenningu fyrir að bregðast skjótt við alþjóðlegum aðstæðum með því að auka fjárframlög sín . . . Stuðningur Íslands og annara mannúðargjafa mun halda áfram að bjarga mannslífum árið 2023“ sagði Henrik M. Nordentoft. 

 

Heimild: UNHCR Íslandi