Sögulegt samkomulag um alþjóðlega verndun lífríkis sjávar

António Guterres heillaði aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagði að um sannkölluð tímamót sé að ræða. Eftir nærri tvo áratugi af samningaviðræðum náðu aðildaríki SÞ að ljúka við sáttmála sem tryggir verndun hafsins og sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins á svæðum utan landhelgi ríkja.

Guterres segir að Hafsáttmálinn muni skipta sköpum þegar kemur að því að taka á hinni þreföldu kreppu sem plánetan stendur frammi fyrir vegna; loftslagsbreytinga, tapi á líffræðilegum fjölbreytileika og mengunar.

©UN

Samkvæmt hafsáttmálanum verða 30% heimshafa vernduð, auk þesss sem sett verður meira fjármagn í verndun sjávar.

Sáttmálinn sem fulltrúar milliríkjaráðstefnunnar um líffræðilegan fjölbreytileika sjávar á svæðum handan landhelgi (Intergovernmental Conference on Marine Biodiversity of Areas Beyond National Jurisdiction), betur þekkt sem BBNJ, er hápunktur starfs Sameinuðu þjóðanna sem hófst árið 2004.

©UN

Þetta skref er sigur fyrir fjölþjóðahyggju og allar heimsins tilraunir til að vinna gegn skaðsamlegri þróun á heilbrigði hafsins, nú og fyrir komandi kynslóðir” sagði talsmaður Guterres í yfirlýsingu sem gefin var út seint á laugardaginn einungis nokkrum klukkustundum eftir að samningaviðræðum lauk í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem samningaviðræður um drög að sáttmálanum hafa staðið yfir undanfarnar tvær vikur.