Vatnsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk síðastliðinn föstudag, en hún stóð yfir dagana 22.-24.mars. Meira en 2.000 fulltrúar stjórnvalda, vísindamenn, fræðimenn, samfélagshópar, frumbyggjar, meðlimir einkageirans og fulltrúar ungmenna sóttu ráðstefnuna sem haldin var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
Á Vatnsráðstefnunni var samþykkt vatnsaðgerðaáætlun, „tímamóta“ aðgerðaáætlun sem felur í sér nærri því 700 skuldbindandi markmið sem miða að því að vernda dýrmætustu auðlind mannkyns.
Aðgerðaáætlunin inniheldur aðgerðamiðaðar skuldbindingar sem munu hafa mikil áhrif, allt frá því að taka skynsamari ákvarðanir í fæðuvali, til endurmats á vatni sem öflugur efnahagslegur drifkraftur og hluti af menningararfleifð jarðar.
Li Junhua aðstoðarframkvæmdastjóri efnahags- og félagsmála sagði að á Vatnsráðstefnunni 2023 hafi alþjóðsamfélagið komið saman til að hrinda af stað breytingum, ekki einungis fyrir framtíð vatns, heldur fyrir framtíð heimsins.
Li Junhua, nefndi að skuldbindingar aðgerðaáætlunarinnar feli í sér margs konar aðgerðir, allt frá uppbyggingu gagna- og eftirlitskerfa til, til bætts viðnámsþols innviða.
Vatn er undirstaða sjálfbærrar þróunar og aðgangur að öruggu og hreinu vatni eru grundvallarmannréttindi. Vatn er nauðsynlegt fyrir velferð mannsins, orku- og matvælaframleiðslu, heilbrigt vistkerfi, jafnrétti kynjanna, minnkun fátæktar og fleira. En við stöndum nú frammi fyrir alþjóðlegri vatnskreppu. Milljarðar manna um allan heim skortir enn aðgang að vatni. Talið er að meira en 800.000 manns deyi á hverju ári af völdum sjúkdóma sem rekja má til óöruggs vatns og ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu.
Um fjórir milljarðar manna upplifa mikinn vatnsskort að minnsta kosti einn mánuð ársins. Þar sem vatn er svo mikilvægt fyrir marga þætti lífsins er mikilvægt að tryggja vernd þess svo hægt sé að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að þessari nauðsynlegu auðlind fyrir árið 2030.
“Without water, there can be no sustainable development. As we leave this historic conference, let’s re-commit to our common future. Let’s take the next steps in our journey to a water-secure future for all.”
-António Guterres
Vissir þú að:
💧 Það þarf um 10.000 lítra af vatni til að framleiða gallabuxur, en það er sama magn og meðalmanneskja drekkur á einum áratug.
Heimild: UN