Átökin í Súdan eru á milli súdanska hersins og RSF-uppreisnarhersins og snúast átökin í grófum dráttum um að ná mikilvægum innviðum á sitt vald. RFS-herinn samanstendur af vígasveitum sem mynduðust í stríði sem braust út í Darfur árið 2003, og hefur herinn oft gerst uppvís um ýmis mannréttindabrot.
Síðastliðinn laugardag vöknuðu íbúar Khartoum við sprengjur og byssuskot. Á upphafsdegi átakanna létu þrír starfsmenn World Food Programme (Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna) lífið, og eru tveir aðrir starfsmenn særðir. Sömuleiðis urðu miklar skemmdir á flugvél UNHAS (UN Humanitarian Air Service) á alþjóðaflugvellinum í Khartoum sem skerti getu WFP til að flytja mannúðarstarfsfólk á milli og aðstoða innan landsins.
Áður en átökin brutust út reiddi þriðjungur súdönsku þjóðarinnar (u.þ.b. 16 milljónir) sig á matvæla og mannúðaraðsstoð, en vegna erfiðleika við að tryggja öryggi mannúðarstarfsfólks liggur allt hjálparstarf nú niðri. Dánartölur og tölur særðra hækka með verjum degi sem líður og hafa tugir þúsunda flúið land. Í Khartoum er skortur á mat, lyfjum, eldsneyti og ýmsum öðrum vörum, en auk þess eru miklar truflanir á rafmagns- og netsambandi. Þá hafa margar heilbrigðisstofnanir hætt starfsemi vegna sprengjuárása.
Nokkrir fróðleiksmolar um Súdan:
- Í Súdan búa 47 milljónir íbúa, 91% þeirra eru Íslamstrúar.
- Súdan er stærsta land Afríku að flatarmáli þar til árið 2011 þegar Suður-Súdan öðlaðist sjálfstæði.
- Súdan var nýlenda Breta til ársins 1956.
- Omar al-Bashir var forseti Súdan í nærri þrjátíu ár, til ársins 2019.
- Þá tók við herstjórn sem Abdel Fattah al-Burhan og Mohamed Hamadan Daglo veltu úr sessi með valdaráni.
- Átök milli herja Abdel Fattah al-Burhan og Mohamed Hamadan Daglo blossuðu upp þann 15. apríl 2023.
Heimildir: UN, Utanríkisráðuneytið, RÚV