Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna

Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 17:00 í nýjum heimkynnum þess að Sigtúni 42.

Dagskrá fundarins er:

  • Kosning fundarstjóra og ritara.
  • Framkvæmdastjóri fjallar um verkefni, viðburði og rekstur félagsins þess á síðustu tveimur starfsárum.
  • Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir starfsárin 2021 og 2022 verða kynntir af framkvæmdastjóra.
  • Lausn stjórnar og annarra ábyrgða.
  • Kynning á frambjóðendum til stjórnar.
  • Kjör nýrrar stjórnar, formanns og varaformanns.
  • Kjör á endurskoðanda.
  • Ákvörðun um breytingar á lögum félagsins.
  • Ávarp nýkjörins formanns.
  • Önnur mál: umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar.

Félagar í félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem hafa verið skráð sem félagar í mánuð eða lengur hafa atkvæðarétt.

Minnt er á að framboð til stjórnar þarf að berast að minnsta kosti þremur virkum dögum fyrir aðalfund (í síðasta lagi 25. maí 2023) á vala@un.is.

Hvetjum öll til að mæta.

f.h. stjórnar Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi