Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag, 8. maí 2023

 

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag!

 

Í 75 ár hefur félagið vakið athygli á starfsemi Sameinuðu þjóðanna um allan heim. Ótal manns gefið vinnuframlag sitt með sjálfboðavinnu en einnig hafa ótal starfsnemar og starfsfólk í gegnum tíðina unnið heilshugar í þágu málefna Sameinuðu þjóðanna.

Verkefnin hafa verið margskonar og fer þeim sífellt fjölgandi. Öll hafa þau það að markmiði að auka þekkingu á starfsemi Sameinuðu þjóðanna, mikilvægi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og að efla fræðslu og samtal um málefni þeim tengdum.

Í tilefni dagsins deilir félagið ýmsum fréttaumfjöllunum í gegnum árin!

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þakkar kærlega fyrir samfylgdina í þau 75 ár sem félagið hefur verið starfandi og minnir á að félagsaðild er opin hverjum sem er.