„Heimsmarkmiðin“ og ég í Háskóla unga fólksins í sumar

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiðinu “Heimsmarkmiðin og ég” í Háskóla unga fólksins í sumar og hvetjum við öll hugvitssöm og snjöll ungmenni til að skrá sig. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Kristrún María Heiðberg, kennari og verkefnastjóri UNESCO-skóla munu leiða námskeiðið.

Skólinn stendur yfir dagana 12.-16. júní og er opinn öllum ungmennum á aldrinum 12-14 ára. Árgangar 2009, 2010 og 2011 geta skráð sig, þ.e. nemendur í 6. – 8. bekk.

Opnað verður fyrir skráningu í Háskóla unga fólksins í dag kl. 𝟏𝟓:𝟎𝟎. Háskóli unga fólksins hefur fyllst fljótt eftir að opnað hefur verið fyrir skráningar og væri því best að skrá sig sem allra fyrst!

 

Skráning fer fram hér.