Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er áætlað er að um 640 milljónir stúlkna og kvenna sem eru á lífi í dag hafi gifst barnungar. Næstum því helmingur allra barnahjónabanda, eða um 45 prósent, á sér stað í Suður-Asíu, 20 prósent í Afríku sunnan Sahara, 15 prósent í Austur-Asíu og Kyrrahafssvæðinu, en þar á eftir eru Suður-Ameríka og Karabíahafið með 9 prósent.
Þriðjungur barnahjónabanda á sér stað á Indlandi.
Hlutfall barnahjónabanda sem eiga sér stað á Indlandi einu og sér, jafnast á við fjölda barnahjónabanda sem eiga sér stað í 10 öðrum löndum sem mynda næsta þriðjung. Síðasti þriðjungurinn dreifist yfir 192 lönd um allan heim.
Fækkun á barnahjónaböndum er ekki að gerast nógu hratt svo hægt sé að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýr að úrýmingu barnahjónabanda fyrir árið 2030. Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu þyrftu framfarirnar að vera 20 sinnum meiri svo að möguleiki væri á að ná markmiðinu um að binda endi á barnahjónabönd fyrir árið 2030.
Ef fram heldur sem horfir mun hefðinni um barnahjónabönd ekki verða útrýmt fyrr en eftir 300 ár.
Heimildir: UNICEF og Utanríkisráðuneytið