UNFF18 fer fram í New York dagana 8.-12. maí

Dagana 8. til 12. maí fer UNFF18 (UN Forum on Forest) fram í New York í átjánda skipti. UNFF er stefnumarkandi fundur háttsettra fulltrúa samstarfsríkja og er tilgangurinn að innleiða samninga er tengjast skógum, efla sameiginlegan skilning á sjálfbærri nýtingu skóga, hafa eftirlit með pólitískum skuldbindingum og fylgja þeim eftir.

Á fundinum verður sérstaklega farið yfir framkvæmd áætlunar Sameinuðu þjóðanna um skóga 2017-2030, en aðaláherslan verður á að vekja athygli á hvernig verndum skóga er mannfólki til hagsbóta, stækkun svæða verndaðra skóga, hvernig virkja megi auðlindir og efla vísindasamstarf.

 

Kogi frumbyggjar eiga heimkynni sín í regnskóginum í Sierra Nevada de Santa Marta fjöllunum í norðurhluta Kólumbíu. Mynd: Joerg Steber

 

Skógar þekja 31% alls lands á jörðinni og gleypa í sig um tvo milljarða tonna af CO2 á hverju ári.

Um 76 milljónir tonna af fæðu úr skógum, 95% þeirrar fæðu er úr plöntum.

Mörg lyf sem við treystum á koma einnig úr skógum.

25% lyfja sem notuð eru í þróuðum löndum eru gerð úr plöntum

     og allt að 80% lyfja sem notuð eru í þróunarlöndum.

Lífsviðurværi 80% tegunda lífvera sem búa á landi eru háð skógum á einhvern hátt.

 

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: UN