Heimsmarkmiðin í Háskóla unga fólksins

Dagana 12.-16. júní fór fram Háskóli unga fólksins í Háskóla Íslands en um er að ræða árlegan viðburð fyrir krakka 12-14 ára. Þessa viku fá krakkarnir sem sækja skólann að velja út fjölda glæsilegra námskeiða sem eru í boði og er skóladagurinn á milli 9:00-12:00 og hver kennslustund um 90 mínútur.

©Kristinn Ingvarsson – Kristrún María, verkefnastjóri UNESCO-skóla var annar kennara á námskeiðinu og ræðir hér um markmið 6 við nemendur.
©Kristinn Ingvarsson – Vala Karen, framkvæmdastjóri félagsins var annar tveggja kennara á námskeiðinu.

Háskólinn lét taka saman myndskeið yfir vikuna og má afraksturinn sjá hér:

 

Í ár tók Félag Sameinuðu þjóðanna þátt og hélt námskeiðið ‘Heimsmarkmiðin og ég’, þar sem krakkarnir fengu stutta kynningu á heimsmarkmiðum Sþ um sjálfbæra þróun, sáu nokkur myndbönd og tóku þátt í umræðum um vanda og lausnir í tengslum við þau. Þá var sérstaklega tekið fyrir það hvernig ungt fólk getur haft áhrif og einblínt var á krakkana sjálfa, hvað þau geta gert og hvað þau vilja gera. Þá voru unnin hópaverkefni þar sem nemendur völdu sér markmið og ræddu sín á milli lausnir og ráð til þess að tryggja að því tiltekna markmiði verði náð og hvað þeim þykir skipta máli í tengslum við það.

Námskeiðin sem haldin voru um markmiðin voru átta talsins þessa vikuna og voru troðfull af áhugasömum nemendum sem höfðu sterkar skoðanir og áttu sér stað afar skemmtilegar umræður. Brot af þeim verkefnum sem unnin voru af nemendunum má sjá hér að neðan.

 

Heimsmarkmið 4. 1. Hvetja fleira fólk að gerast kennarar. 2. Fleiri skólar. 3. Bæta aðstöðu nemenda í skólum. 4. Menntun á að vera frí fyrir öll. 5. Hækka laun kennara.
Heimmsarkmið 2. 1. Setja minna á diskinn og fá sér frekar aftur. 2. Rækta matvæli sjálfur. 3. Gefa með sér mat. 4. Engin matarsóun. 5. Velja íslenska framleiðslu á matvælum.
Markmið 13. 1. Minnka flug undir 30 mínútur. 2. Borða meira grænmeti og minna kjöt. 3. Nota umhverfisvænni ferðamáta. 4. Fjölga grænum svæðum.
Markmið 1. 1. Frítt í tómstundir á skólatíma/lækka verð á tómstundum. 2. Bjóða upp á morgunmat í skólum. 3. Ókeypis nauðsynjavörur, t.d. lækka verð á tíðarvörum. 4. Ókeypis skólagögn og skólamatur fylgir öllum nemendum í skólum. 5. Standa með fátæku fólki og berjast fyrir réttindum þeirra.
Markmið 16. 1. Ekkert stríð, 2. Engin stríðni, 3. Allir eru jafningjar, 4. Sýnum öllum lífverum virðingu, 5. Ofbeldi er aldrei svarið. Markmið 6. 1. Notum vatnið rétt, 2. Öll hafi aðgengi að hreinu vatni, 3. Mengum minna, 4. Hvetja stærri tæknifyrirtæki til þess að fjárfesta í vatnshreinsikerfum í löndum þar sem aðgengi er aðeins að skítugu vatni til þess að tryggja örugga neyslu vatns. 5. Ekki henda eins miklu og alls ekki í hafið. 6. Fræða almenning um mikilvægi verndun og hreinsun vatns, 6. Taka frumkvæði til þess að fræðast meira og krefja okkur til betri umhugsun í málaflokknum.
Markmið 11. 1. Auka notkun rafbíla og auka aðgengi hleðslustöðva. 2. Flytja vörur og fólk með skipum knúnum af raf- og hreyfiorku. 3. Bæta almenningssamgöngur. 4. Fleiri hjóla- og göngustíga, 5. Bæta við römpum um allan bæ. 6. Fleiri græn svæði, 7. Nýta þök fyrir garða í þéttbýli. 8. Lokuð vistæn svæði um borgina. 9. Nota náttúrulega orku, líkt og sólarsellur og vindmyllur. Leggjað lokum fram frumvarp á Alþingi og kynna málið fyrir ríkisstjórn.
Markmið 12. 1. Ekki sóa mat, 2. Flokka rusl, 3. Endurnýja föt, 4. Kaupa ekki óþarfa, 5. Kaupa frekar sjálfbærari vörur, 6. Ekki henda rusl/plasti í náttúrunni, 7. Auka fræðslu, 8. Styðja fyrirtæki í heimabyggð. Markmið 5. 1. Öll kyn fá jafnt borgað fyrir sömu vinnu, 2. Öll fá að ganga í skóla og fá menntun, 3. Öll mega klæða sig eins og þau vilja, 4. Öll geta fengið bílpróf. Markmið 10. 1. Öll gefa ákveðinn hluta af launum sínum til fátækra, 2. Öll fá að mennta sig.