Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 10. ágúst næstkomandi.
Þetta er í þriðja sinn sem námskeiðið er haldið. Það hefur fengið góðar umsagnir kennara og færri komist að en vildu.
Endilega skráið ykkur á þetta spennandi og áhugaverða námskeið!