UN Global Compact á Íslandi í samstarfi við Félag SÞ, heldur upp á fánadag heimsmarkmiðanna þann 25. september nk.

UN Global Compact á Íslandi í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, með stuðningi forsætis- og utanríkisráðuneytisins, hvetja fyrirtæki og stofnanir sem eru aðilar að UN Global Compact til að taka þátt í fyrsta fánadegi heimsmarkmiðanna á Íslandi, mánudaginn 25. september nk. og sýna þannig stuðning sinn í verki.

United Nations Global Compact hefur frá árinu 2019 staðið fyrir því framtaki að fyrirtæki, stofnanir, samtök, sveitarfélög og skólar flaggi fána heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til að minna á mikilvægi markmiðanna.

Vinsældir þessa framtaks hafa farið ört vaxandi um allan heim og sífellt fleiri flagga fánanum árlega. Við erum meira en hálfnuð á vegferð okkar til að ná heimsmarkmiðunum og ljóst að aukinn slagkraft þarf í aðgerðir þjóða þvert á landamæri.

Hvernig á að taka þátt?
Fyrirtæki, stofnanir, skólar, samtök og sveitarfélög sem eru aðilar að UN Global Compact og/eða hafa hafið innleiðingu á heimsmarkmiðum í rekstur sinn geta tekið þátt í framtakinu. Vinsamlega hafið samband á infoiceland@unglobalcompact.is eða felag@un.is til að staðfesta þátttöku.

 

Panta fána – fyrirtæki/stofnun/sveitarfélag
Til að lágmarka kolefnisfótspor er fáninn prentaður á Íslandi. Fáninn kostar 22.500 kr. stk. og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu.
Hægt er að panta fána með því að senda póst á gudmundsdottir@unglobalcompact.org. Vinsamlega tilgreinið í póstinum heiti fyrirtækis/stofnunar/sveitarfélags, fjölda fána og tengilið.
Stærð fána er 150x100cm og passar á 6m fánastöng með krækju að ofan og neðan.

Panta fána – skólar og frjáls félagasamtök
Til að lágmarka kolefnisfótspor er fáninn prentaður á Íslandi.  Skólar og félagasamtök fá afslátt á fánanum með því að hafa samband við Félag Sþ á Íslandi.
Hægt er að panta/fá verð á fána með því að senda póst á felag@un.is. Vinsamlega tilgreinið í póstinum heiti skóla/félagasamtaka, fjölda fána og tengilið.
Stærð fána er 150x100cm og passar á 6m fánastöng með krækju að ofan og neðan.

Deildu þátttökunni
Þann 25. september eru þátttakendur hvattir til að deila fánadegi heimsmarkmiðanna á eigin miðlum. Leiðbeiningar (e. toolkit) með tillögum að texta, #merkingar, myndum o.fl. verða sendar eftir að þátttaka hefur verið staðfest.

Með von um góða þátttöku og stuðning við heimsmarkmiðin!