Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) auglýsir eftir þátttöku listgreinakennara í grunn- og framhaldsskólum vegna verkefnisins ‘alþjóðadagur lista 2024’ (e. World Art Day) sem er samstarf SÍM, Bandalags íslenskra myndlistarmanna (BÍL), International Association of Art (IAA/IAIP) og UNESCO-skóla á Íslandi.
Verkefnið hefst haustið 2023 og lýkur með kynningu nemenda á Alþjóðlegum degi myndlistar 15. apríl 2024. Alþjóðadagur lista, sem UNESCO og hið alþjóðlega samband myndlistarmanna (IAA/AIAP) standa fyrir ár hvert, er haldinn til þess að vekja athygli á skapandi greinum um allan heim. Dagurinn er fæðingardagur Leonardo da Vinci en hann er táknmynd heimsfriðar, tjáningarfrelsis, sköpunar og þeirra áhrifa sem myndlist hefur á önnur svið lífsins.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem fer fyrir UNESCO-skólum á Íslandi kallar því hér með eftir þátttöku UNESCO-skóla á alþjóðlegum degi lista. Við hvetjum skólana okkar til þess að taka þátt, hvort sem um ræðir á daginn sjálfan, eða í verkefninu sem lýkur á alþjóðadegi lista.
Hafi skólinn þinn áhuga á að fá frekari upplýsingar, má hafa samband við Kristrúnu Maríu Heiðberg sem er verkefnastjóri UNESCO-skóla á Íslandi: kristrun@un.is