Skýrsla Mannfjöldasjóðs SÞ kynnt í Kvennaskólanum í Reykjavík

Mánudaginn 9. október var skýrsla Mannfjöldasjóðs SÞ kynnt í Kvennaskólanum í Reykjavík. Skýrslan kom út fyrr á árinu og ber heitið ‘8 billion lives, inifinite possibilities’, en er þetta í fyrsta skiptið sem skýrslan er formlega kynnt á Íslandi. Félag Sameinuðu þjóðanna sá um undirbúning kynningarinnar í samstarfi við Mannfjöldasjóð á Norðurlöndunum með stuðningi utanríkisráðuneytisins.

Kynningin var í formi samtals en Elín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Klaus Simoni Pedersen frá aðalskrifstofu Mannfjöldasjóðs í New York sátu fyrir svörum í tengslum við skýrsluna, stöðu mannfjöldaþróunar í heiminum og framlag Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fundinum var stýrt af framkvæmdastjóra Félagsins, Völu Karen Viðarsdóttir.

Þá lögðu ungir sérfræðingar hjá Mannfjöldasjóði í Malaví og Síerra Leone málinu lið, en þær Vera Jónsdóttir og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir tóku þátt með að senda nemendum Kvennaskólans skilaboð í formi myndbandsupptöku. Þar fjölluðu þær um verkefnin sem þær vinna við í tengslum við fræðslu um kyn- og frjósemisheilsu og réttindi og helstu áskoranir sem ungt fólk í Malaví og Síerra Leone stendur frammi fyrir.

Að lokum fengu nemendur tækifæri til þess að spyrja viðmælendur spjörunum úr. Viðburðurinn heppnaðist einkar vel en þess má geta að Kvennaskólinn í Reykjavík er einn af fyrstu UNESCO-skólunum á landinu en hann hefur verið með í verkefninu frá upphafi, eða allt frá árinu 2015.

UNFPA Nordic&Baltic Nemendur Kvennaskólans halda hér á stuttri útgáfu skýrslunnar